BREYTA

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

dont attack iran Stop War on Iran Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta um láta af hernaðarógnunum gagnvart Írak. Undir þessa áskorun skrifuðu um 200 fræðimenn og fyrrum embættismenn Bandaríkjastjórnar með sérþekkingu á málefnum Mið-Austurlanda og síðan hafa rúmlega 400 bæst við. Áskorunin er svohljóðandi í lauslegri þýðingu: Herra forseti. Við, sem skrifum undir þessa áskorun, höfum helgað líf okkar rannsóknum á málefnum Mið-Austurlanda og í krafti þeirrar þekkingar og sem ábyrgir borgarar lýsum við okkur algerlega andvíg og vörum við hernaðarlegri lausn gagnvart Íran. Þar sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hefur ekki fundið neinar sannanir um rannsóknir eða áætlanir um framleiðslu kjarnorkuvopna í Íran væri eðlilegt að taka áhyggjur um slíka notkun kjarnorkutækni í framtíðinni fyrir í beinum samningaviðræðum. Hins vegar munu þvingunaraðferðir og hernaðaraðgerðir leiða til frekari vígbúnaðar og áþjánar á samfélagið á kostnað hinnar lýðræðislegu hreyfingar. Þeir einu sem hagnast á slíkri stefnu eru öfgafyllstu hægri öflin í landinu. Þær skelfilegu afleiðingar fyrir þennan heimshluta og heiminn allan, sem geta hlotist af því að þessi deila verði mögnuð enn frekar, mun hvorki þjóna hagsmunum Bandaríkjanna, lýðræðislegri þróun í Íran né heimsfriðnum. Þetta opna bréf til forseta Bandaríkjanna er birt á vefsíðunni antiwarpetition.com en fréttatilkynningu er að finna á vefsíðu FCNL (The Friends Committee on National Legislation).

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …