BREYTA

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í Reykjavíkurhöfn. Fréttaflutningur af heimsókninni hefur einkum snúist um fáránleg aukaatriði á borð við það hversu mörgum skotum hafi verið hleypt af fallstykkjum skipanna til "heiðurs" einstökum íslenskum stjórnmálamönnum. Fulltrúar frá SHA mættu í dag, þriðjudag, að rússnesku skipunum á þeim tíma sem þau höfðu verið auglýst opin almenningi. Þar dreifðu þeir flugriti með eftirfarandi texta, undirrituðum með nafni SHA: Engin drápstól í Reykjavíkurhöfn! Íslenskir friðarsinnar frábiðja sér “kurteisisheimsóknir” á borð við þau rússnesku herskip sem nú hafast við í Reykjavík. * Rússland og Bandaríkin búa yfir þorra þeirra kjarnorkuvopna sem til eru í heiminum. Bæði ríkin hafa dregið lappirnar við að fækka þessum vopnum, þrátt fyrir að tilvist þeirra sé stöðug ógnun við mannkynið. * Herskip og kafbátar rússneska hersins bera fjölda kjarnorkuvopna og geta slys um borð í þeim valdið gríðarlegu tjóni á lífríki hafsins. Rússnesk kjarnorkuskip eru einhver alvarlegasta ógn við undirstöður íslensks efnahagslífs. * Rússland er í hópi helstu vopnaframleiðsluríkja veraldar. Ríkisstjórn Rússlands hefur staðið gegn sáttmálum sem miða að því að draga úr vopnaframleiðslu og tryggja að vopn séu ekki seld til fátækra og stríðshrjáðra ríkja. * Rússnesk stjórnvöld hafa staðið fyrir miklum grimmdarverkum í Téténíu og þverbrjóta mannréttindi í nafni “stríðs gegn hryðjuverkum”.

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …