BREYTA

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í Reykjavíkurhöfn. Fréttaflutningur af heimsókninni hefur einkum snúist um fáránleg aukaatriði á borð við það hversu mörgum skotum hafi verið hleypt af fallstykkjum skipanna til "heiðurs" einstökum íslenskum stjórnmálamönnum. Fulltrúar frá SHA mættu í dag, þriðjudag, að rússnesku skipunum á þeim tíma sem þau höfðu verið auglýst opin almenningi. Þar dreifðu þeir flugriti með eftirfarandi texta, undirrituðum með nafni SHA: Engin drápstól í Reykjavíkurhöfn! Íslenskir friðarsinnar frábiðja sér “kurteisisheimsóknir” á borð við þau rússnesku herskip sem nú hafast við í Reykjavík. * Rússland og Bandaríkin búa yfir þorra þeirra kjarnorkuvopna sem til eru í heiminum. Bæði ríkin hafa dregið lappirnar við að fækka þessum vopnum, þrátt fyrir að tilvist þeirra sé stöðug ógnun við mannkynið. * Herskip og kafbátar rússneska hersins bera fjölda kjarnorkuvopna og geta slys um borð í þeim valdið gríðarlegu tjóni á lífríki hafsins. Rússnesk kjarnorkuskip eru einhver alvarlegasta ógn við undirstöður íslensks efnahagslífs. * Rússland er í hópi helstu vopnaframleiðsluríkja veraldar. Ríkisstjórn Rússlands hefur staðið gegn sáttmálum sem miða að því að draga úr vopnaframleiðslu og tryggja að vopn séu ekki seld til fátækra og stríðshrjáðra ríkja. * Rússnesk stjórnvöld hafa staðið fyrir miklum grimmdarverkum í Téténíu og þverbrjóta mannréttindi í nafni “stríðs gegn hryðjuverkum”.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er að gerast í Miðausturlöndum?: Fundur um Jemen

Hvað er að gerast í Miðausturlöndum?: Fundur um Jemen

Miðvikudagskvöldið 16. mars kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til umræðufundar í Friðarhúsi. Yfirskriftin er: „Hvað …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélagsins sem stóð að baki kaupunum á húsnæðinu að Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

„...og þá voru eftir níu“ - baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

„...og þá voru eftir níu“ - baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

Á dögunum féll dómur í máli ákæruvaldsins gegn hinum svokölluðu 9-menningum, sem sökuð voru um …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þriðjudaginn 8.mars kl.17. Dagskrá Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna í …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Bandaríska heimildarmyndin No End in Sight, frá árinu 2007, verður sýnd í Friðarhúsi mánudagskvöldið 28. …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Bandaríska verðlaunamyndin No End in Sight.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður febrúarmánaðar verður haldinn föstudagskvöldið 25.feb. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina, Matseðill: * Gufusoðin …

SHA_forsida_top

Armadillo í Friðarhúsi

Armadillo í Friðarhúsi

Á síðasta ári var danska heimildarmyndin Armadillo frumsýnd, en hún fjallar um danskan herflokk í …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Danska heimildarmyndin Armadillo í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Norðmenn og vopnasalan

Norðmenn og vopnasalan

Steinunn Rögnvaldsdóttir, fv. miðnefndarkona í Samtökum hernaðarandstæðinga er um þessar mundir við nám í Noregi. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 28. janúar kl. 19. Matseld verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Friðargöngurnar - ólíkir tímar!

Friðargöngurnar - ólíkir tímar!

Friðargöngur verða haldnar á þremur stöðum á landinu á Þorláksmessu. Eins og fram hefur komið …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

Loksins geta Skagfirðingar komist í friðargöngu fyrir jólin. Athygli friðarsinna nyrðra er vakin á þessari …