BREYTA

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í Reykjavíkurhöfn. Fréttaflutningur af heimsókninni hefur einkum snúist um fáránleg aukaatriði á borð við það hversu mörgum skotum hafi verið hleypt af fallstykkjum skipanna til "heiðurs" einstökum íslenskum stjórnmálamönnum. Fulltrúar frá SHA mættu í dag, þriðjudag, að rússnesku skipunum á þeim tíma sem þau höfðu verið auglýst opin almenningi. Þar dreifðu þeir flugriti með eftirfarandi texta, undirrituðum með nafni SHA: Engin drápstól í Reykjavíkurhöfn! Íslenskir friðarsinnar frábiðja sér “kurteisisheimsóknir” á borð við þau rússnesku herskip sem nú hafast við í Reykjavík. * Rússland og Bandaríkin búa yfir þorra þeirra kjarnorkuvopna sem til eru í heiminum. Bæði ríkin hafa dregið lappirnar við að fækka þessum vopnum, þrátt fyrir að tilvist þeirra sé stöðug ógnun við mannkynið. * Herskip og kafbátar rússneska hersins bera fjölda kjarnorkuvopna og geta slys um borð í þeim valdið gríðarlegu tjóni á lífríki hafsins. Rússnesk kjarnorkuskip eru einhver alvarlegasta ógn við undirstöður íslensks efnahagslífs. * Rússland er í hópi helstu vopnaframleiðsluríkja veraldar. Ríkisstjórn Rússlands hefur staðið gegn sáttmálum sem miða að því að draga úr vopnaframleiðslu og tryggja að vopn séu ekki seld til fátækra og stríðshrjáðra ríkja. * Rússnesk stjórnvöld hafa staðið fyrir miklum grimmdarverkum í Téténíu og þverbrjóta mannréttindi í nafni “stríðs gegn hryðjuverkum”.

Færslur

SHA_forsida_top

Myndband um NATO-væðinguna

Myndband um NATO-væðinguna

Ung Vinstri græn hafa sett á netið myndband sem þau kalla NATO-væðing Íslands. Myndbandið …

SHA_forsida_top

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Systa sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi

1. maí kaffi

Morgunkaffi í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins.

SHA_forsida_top

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Miðvikudagskvöldið 23. apríl kl. 20 munu Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni …

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni á alþjóðlega friðarráðstefnu í Kaíró á …

SHA_forsida_top

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Nýverið kom út vegleg söngbók með norrænum baráttuljóðum, en undirbúningur útgáfunnar hefur staðið í mörg …

SHA_forsida_top

Per Warming

Per Warming

Danski tónlistar- og fræðimaðurinn Per Warming fjallar um tónlist og stjórnmál í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

eftir Þórarin Hjartarson „Declare independance“, hrópar Björk í Kína og í Serbíu. Vestrænar fréttastofur hafa …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Í gær, 16. apríl, var frumvarp utanríkisráðherra um varnarmálalög samþykkt. Samtök hernaðarandstæðinga sendu utanríkismálanefnd Alþingis …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.