BREYTA

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í Reykjavíkurhöfn. Fréttaflutningur af heimsókninni hefur einkum snúist um fáránleg aukaatriði á borð við það hversu mörgum skotum hafi verið hleypt af fallstykkjum skipanna til "heiðurs" einstökum íslenskum stjórnmálamönnum. Fulltrúar frá SHA mættu í dag, þriðjudag, að rússnesku skipunum á þeim tíma sem þau höfðu verið auglýst opin almenningi. Þar dreifðu þeir flugriti með eftirfarandi texta, undirrituðum með nafni SHA: Engin drápstól í Reykjavíkurhöfn! Íslenskir friðarsinnar frábiðja sér “kurteisisheimsóknir” á borð við þau rússnesku herskip sem nú hafast við í Reykjavík. * Rússland og Bandaríkin búa yfir þorra þeirra kjarnorkuvopna sem til eru í heiminum. Bæði ríkin hafa dregið lappirnar við að fækka þessum vopnum, þrátt fyrir að tilvist þeirra sé stöðug ógnun við mannkynið. * Herskip og kafbátar rússneska hersins bera fjölda kjarnorkuvopna og geta slys um borð í þeim valdið gríðarlegu tjóni á lífríki hafsins. Rússnesk kjarnorkuskip eru einhver alvarlegasta ógn við undirstöður íslensks efnahagslífs. * Rússland er í hópi helstu vopnaframleiðsluríkja veraldar. Ríkisstjórn Rússlands hefur staðið gegn sáttmálum sem miða að því að draga úr vopnaframleiðslu og tryggja að vopn séu ekki seld til fátækra og stríðshrjáðra ríkja. * Rússnesk stjórnvöld hafa staðið fyrir miklum grimmdarverkum í Téténíu og þverbrjóta mannréttindi í nafni “stríðs gegn hryðjuverkum”.

Færslur

SHA_forsida_top

Erill á Menningarnótt

Erill á Menningarnótt

Það verður nóg á seyði hjá SHA á Menningarnótt í Reykjavík: Kl. 16:30 verður efnt …

SHA_forsida_top

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Stefán Pálsson stjórnar aðgerðum við norska sendiráðið Stefán Pálsson tekur fram gjafir til Norðmanna: bangsa, …

SHA_forsida_top

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Eftirfarandi ávörp voru afhent fulltrúum norskra, bandarískra, danskra og íslenskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir gegn heræfingum …

SHA_forsida_top

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á …

SHA_forsida_top

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún …

SHA_forsida_top

Ræða frá heræfingamótmælum

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í …

SHA_forsida_top

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

eftir Elías Davíðsson Reykjavík, 14. ágúst 2007 – Fjölmiðlar greindu í dag frá tvíþættum heræfingum, …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

SHA mótmæla heræfingum á Íslandi. Safnast saman við norska sendiráðið kl. 17.

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla yfirstandandi heræfingum hér á landi og þeirri stefnu íslenskra ráðamanna að gera …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Á Akureyri stóðu Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 fimmtudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Friður í okkar nafni

Friður í okkar nafni

Ávarp Gunnars Hersveins við kertafleytingu 9. ágúst 2007 í Reykjavík Enn fellur sprengja til …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting verður við Tjörnina í Reykjavík og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst næstkomandi …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Friðarsinnar fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn kl. 22:30 til að minnast kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

SHA_forsida_top

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

Eftirfarandi grein birtist á vefriti Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 30. júlí Fram hefur komið í …