BREYTA

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

HofdiÁ dögunum sendu Hernaðarandstæðinga eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla, varðandi tillögur samtakanna varðandi mögulegan framtíðarrekstur Friðarstofnunar Reykjavíkur: Reykjavík 19. september 2007 Þann 13. október á síðasta ári tilkynnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri á samkomu í Höfða að borgaryfirvöld hyggðust koma á laggirnar Friðarstofnun Reykjavíkur í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Markmið stofnunarinnar skyldi vera að fjalla um friðarmál á alþjóðlegum vettvangi, halda árlega ráðstefnu og bjóða deiluaðilum viðs vegar að úr heiminum til viðræðna hér á landi. Hugmynd borgarstjóra um friðarborgina Reykjavík er góð og gefur vonir um að borgaryfirvöld muni í framtíðinni afþakka herskipakomur í hafnir Reykjavíkur eða heræfingar í borgarlandinu. Því miður virðist hins vegar ætla að ganga hægt að þoka þessu þjóðþrifamáli áfram og ekkert meira hefur heyrst af áformunum um Friðarstofnunina síðustu ellefu mánuðina. Sú spurning vaknar hvort stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sé of þungt í vöfum til að unnt sé að leiða málið til lykta. Samtök hernaðarandstæðinga vilja í ljósi þessa hvetja meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur til að íhuga það alvarlega að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás friðflytjenda. SHA leggja því til að Friðarstofnunin verði unnin í einkaframkvæmd, en slíkt rekstrarform er mjög í tísku um þessar mundir. Samtök hernaðarandstæðinga munu á næstu dögum bjóða fulltrúum borgarstjórnar til formlegra viðræðna, með það að markmiði að samtökin taki að sér að sjá um rekstur Friðarstofnunar Reykjavíkur. Samtökin hafa áratuga reynslu af útgáfustarfsemi og funda og ráðstefna um friðarmál. Jafnframt búa þau að öflugu tengslaneti við erlendar friðarhreyfingar sem augljóslega munu koma hér að góðum notum. Það er ósk Samtaka hernaðarandstæðinga að samningaviðræðurnar gangi hratt og vel, enda fáar vikur til stefnu áður en fyrsta árlega friðarráðstefnan verður haldin í október.

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …