BREYTA

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

HofdiÁ dögunum sendu Hernaðarandstæðinga eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla, varðandi tillögur samtakanna varðandi mögulegan framtíðarrekstur Friðarstofnunar Reykjavíkur: Reykjavík 19. september 2007 Þann 13. október á síðasta ári tilkynnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri á samkomu í Höfða að borgaryfirvöld hyggðust koma á laggirnar Friðarstofnun Reykjavíkur í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Markmið stofnunarinnar skyldi vera að fjalla um friðarmál á alþjóðlegum vettvangi, halda árlega ráðstefnu og bjóða deiluaðilum viðs vegar að úr heiminum til viðræðna hér á landi. Hugmynd borgarstjóra um friðarborgina Reykjavík er góð og gefur vonir um að borgaryfirvöld muni í framtíðinni afþakka herskipakomur í hafnir Reykjavíkur eða heræfingar í borgarlandinu. Því miður virðist hins vegar ætla að ganga hægt að þoka þessu þjóðþrifamáli áfram og ekkert meira hefur heyrst af áformunum um Friðarstofnunina síðustu ellefu mánuðina. Sú spurning vaknar hvort stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sé of þungt í vöfum til að unnt sé að leiða málið til lykta. Samtök hernaðarandstæðinga vilja í ljósi þessa hvetja meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur til að íhuga það alvarlega að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás friðflytjenda. SHA leggja því til að Friðarstofnunin verði unnin í einkaframkvæmd, en slíkt rekstrarform er mjög í tísku um þessar mundir. Samtök hernaðarandstæðinga munu á næstu dögum bjóða fulltrúum borgarstjórnar til formlegra viðræðna, með það að markmiði að samtökin taki að sér að sjá um rekstur Friðarstofnunar Reykjavíkur. Samtökin hafa áratuga reynslu af útgáfustarfsemi og funda og ráðstefna um friðarmál. Jafnframt búa þau að öflugu tengslaneti við erlendar friðarhreyfingar sem augljóslega munu koma hér að góðum notum. Það er ósk Samtaka hernaðarandstæðinga að samningaviðræðurnar gangi hratt og vel, enda fáar vikur til stefnu áður en fyrsta árlega friðarráðstefnan verður haldin í október.

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit