BREYTA

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

HofdiÁ dögunum sendu Hernaðarandstæðinga eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla, varðandi tillögur samtakanna varðandi mögulegan framtíðarrekstur Friðarstofnunar Reykjavíkur: Reykjavík 19. september 2007 Þann 13. október á síðasta ári tilkynnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri á samkomu í Höfða að borgaryfirvöld hyggðust koma á laggirnar Friðarstofnun Reykjavíkur í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Markmið stofnunarinnar skyldi vera að fjalla um friðarmál á alþjóðlegum vettvangi, halda árlega ráðstefnu og bjóða deiluaðilum viðs vegar að úr heiminum til viðræðna hér á landi. Hugmynd borgarstjóra um friðarborgina Reykjavík er góð og gefur vonir um að borgaryfirvöld muni í framtíðinni afþakka herskipakomur í hafnir Reykjavíkur eða heræfingar í borgarlandinu. Því miður virðist hins vegar ætla að ganga hægt að þoka þessu þjóðþrifamáli áfram og ekkert meira hefur heyrst af áformunum um Friðarstofnunina síðustu ellefu mánuðina. Sú spurning vaknar hvort stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sé of þungt í vöfum til að unnt sé að leiða málið til lykta. Samtök hernaðarandstæðinga vilja í ljósi þessa hvetja meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur til að íhuga það alvarlega að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás friðflytjenda. SHA leggja því til að Friðarstofnunin verði unnin í einkaframkvæmd, en slíkt rekstrarform er mjög í tísku um þessar mundir. Samtök hernaðarandstæðinga munu á næstu dögum bjóða fulltrúum borgarstjórnar til formlegra viðræðna, með það að markmiði að samtökin taki að sér að sjá um rekstur Friðarstofnunar Reykjavíkur. Samtökin hafa áratuga reynslu af útgáfustarfsemi og funda og ráðstefna um friðarmál. Jafnframt búa þau að öflugu tengslaneti við erlendar friðarhreyfingar sem augljóslega munu koma hér að góðum notum. Það er ósk Samtaka hernaðarandstæðinga að samningaviðræðurnar gangi hratt og vel, enda fáar vikur til stefnu áður en fyrsta árlega friðarráðstefnan verður haldin í október.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …