BREYTA

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

HofdiÁ dögunum sendu Hernaðarandstæðinga eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla, varðandi tillögur samtakanna varðandi mögulegan framtíðarrekstur Friðarstofnunar Reykjavíkur: Reykjavík 19. september 2007 Þann 13. október á síðasta ári tilkynnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri á samkomu í Höfða að borgaryfirvöld hyggðust koma á laggirnar Friðarstofnun Reykjavíkur í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Markmið stofnunarinnar skyldi vera að fjalla um friðarmál á alþjóðlegum vettvangi, halda árlega ráðstefnu og bjóða deiluaðilum viðs vegar að úr heiminum til viðræðna hér á landi. Hugmynd borgarstjóra um friðarborgina Reykjavík er góð og gefur vonir um að borgaryfirvöld muni í framtíðinni afþakka herskipakomur í hafnir Reykjavíkur eða heræfingar í borgarlandinu. Því miður virðist hins vegar ætla að ganga hægt að þoka þessu þjóðþrifamáli áfram og ekkert meira hefur heyrst af áformunum um Friðarstofnunina síðustu ellefu mánuðina. Sú spurning vaknar hvort stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sé of þungt í vöfum til að unnt sé að leiða málið til lykta. Samtök hernaðarandstæðinga vilja í ljósi þessa hvetja meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur til að íhuga það alvarlega að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás friðflytjenda. SHA leggja því til að Friðarstofnunin verði unnin í einkaframkvæmd, en slíkt rekstrarform er mjög í tísku um þessar mundir. Samtök hernaðarandstæðinga munu á næstu dögum bjóða fulltrúum borgarstjórnar til formlegra viðræðna, með það að markmiði að samtökin taki að sér að sjá um rekstur Friðarstofnunar Reykjavíkur. Samtökin hafa áratuga reynslu af útgáfustarfsemi og funda og ráðstefna um friðarmál. Jafnframt búa þau að öflugu tengslaneti við erlendar friðarhreyfingar sem augljóslega munu koma hér að góðum notum. Það er ósk Samtaka hernaðarandstæðinga að samningaviðræðurnar gangi hratt og vel, enda fáar vikur til stefnu áður en fyrsta árlega friðarráðstefnan verður haldin í október.

Færslur

SHA_forsida_top

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir …

SHA_forsida_top

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það …

SHA_forsida_top

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Stríðsrekstri Ísraela í Líbanon mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna, sem styðja hernaðinn með ráðum og dáð.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara, tímarits SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi til að undirbúa kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér er skorað á ríkisstjórn Íslands að …

SHA_forsida_top

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi …

SHA_forsida_top

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem …

SHA_forsida_top

Draumur herforingjanna

Draumur herforingjanna

Stun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin …

SHA_forsida_top

Varnarsamningurinn og NATO

Varnarsamningurinn og NATO

eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar …

SHA_forsida_top

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár …