BREYTA

SHA og 11. september

guantanamoHér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda ára, þar sem hann ræðir útbreiddar kenningar um að hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum ellefta september 2001 hafi í raun verið framkvæmdar af bandarískum ráðamönnum, til að skapa andrúmsloft ótta og til að réttlæta stríðsrekstur Bandaríkjamanna í erlendum ríkjum og gefa leyniþjónustu landsins færi á að ganga milli bols og höfuðs á ýmsum pólitískum andstæðingum sínum. Svipuð sjónarmið hafa áður verið reifuð í aðsendum greinum hér á Friðarvefnum, einkum í greinum eftir Elías Davíðsson, annan afkastamikinn gagnrýnanda bandarískrar heimsvaldastefnu. Öðru hvoru hafa skrif þeirra Þórarins og Elíasar sem hér hafa birst verið tekin upp og túlkuð á þann hátt að um stefnu SHA væri að ræða. Má í því sambandi nefna spjallþáttastjórnandann Egil Helgason, sem hefur um allnokkurt skeið haft talsverðan áhuga á að ræða um SHA, en minna lagt sig eftir að ræða við fulltrúa samtakanna. Auðvitað ætti ekki að þurfa að taka það fram að greinar sem birtast hér undir nafni höfunda hljóta að teljast á ábyrgð þeirra sjálfra. Stefna SHA birtist hins vegar í þeim samþykktum og ályktunum sem samtökin gera í eigin nafni, umsögnum um lagafrumvörp og ritstjórnargreinum á Friðarvefnum eða í fréttabréfi og tímariti félagsins. Vitaskuld felst þó í birtingu slíkra greina viss viðurkenning á að efni þeirra skipti máli í umræðum um friðar- og afvopnunarmál. Það er staðreynd að allstór hópur fólks sem barist hefur gegn stríðunum í Írak og Afganistan aðhyllist kenningar um samsæri varðandi ellefta september. Hvað skiptir máli? Sá er þetta ritar, leggur ekki trú á þessar kenningar og - sem skiptir raunar meira máli í þessu samhengi – telur að JAFNVEL ÞÓTT kenningar þessar væru réttar, þá skiptu þær EKKI MÁLI fyrir forsendur okkar hernaðarandstæðinga í baráttunni gegn stríðunum í Írak og Afganistan. Það eru gömul og ný sannindi að “sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í stríði”. Raunar mætti endurskoða það orðatiltæki – því sannleikanum er yfirleitt fórnað áður en fyrsta skotinu er hleypt af. Á öllum tímum hafa stríðsæsingaöfl hagrætt sannleikanum eða gripið til hreinna lyga til að réttlæta stríð. Staðreyndin er sú að þorri fólks óttast stríð og er er ekki til í að styðja eða umbera stríðsrekstur, nema að valdsmönnum takist að telja fólkinu trú um að það sé óumflýjanlegt, andstæðingurinn illur og dýrðlegur sigur helst innan seilingar. Öll helstu stríð tuttugustu aldar hafa að einhverju leyti verið réttlætt með lygum – af öðrum málsaðila eða báðum. Heimsstyrjaldirnar tvær, Víetnamstríðið, fyrra Íraksstríðið og svo mætti lengi telja. Lygar og stríð fylgjast að. Með þetta í huga efast sá er hér stýrir lyklaborði ekki um það að bandarísk stjórnvöld hafa gripið til rangfærslna til að réttlæta stríðsaðgerðir sínar á síðustu misserum. Raunar væri það fyrst verulegt stílbrot ef ráðamenn í Hvíta húsinu og Pentagon hefðu ekki gripið til slíkra ráða. Og óháð spurningunni um það hvað gerðist nákvæmlega þann 11. september 2001 er ljóst að Bandaríkjastjórn hikar ekki við að nota örlög fólksins sem dó þann dag sem pólitískt áróðurstæki til að ná fram pólitískum markmiðum – hvað sem sannleikanum líður. Þetta sést best í því hvernig Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið í skyn þátt Íraka í hryðjuverkunum 2001 í ávörpum til almennings, þótt stjórn hans viðurkenni raunar að þar hafi ekki um nein tengsl verið að ræða. libanon35Sem fyrr segir, leggur undirritaður takmarkaða trú á samsæriskenningar sem fram hafa komið varðandi ellefta september. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem ekki er færi á að rekja í þessari grein. Það er á hinn bóginn lofsvert að hópur fólks sé til í að fórna orku sinni og tíma til að draga viðtekin sannindi í efa og spyrja nýrra spurninga – einkum ef sú viðleitni verður ekki á sama tíma til að draga úr krafti fólks til að berjast fyrir öðrum (og mögulega brýnni?) málum. Til hvers berjumst við? Í mínum huga er aðalatriðið þó það að hvernig svo sem stóð á hryðjuverkunum ellefta september, þá breytir það nákvæmlega engu um forsendur baráttu okkar. Það skiptir ekki máli hvort íslamskur hryðjuverkamaður með dúkahníf eða CIA-agent með fjarstýringu sprengdi skrifstofubyggingu í New York – eftir sem áður erum við sem friðar- og afvopnunarsinnar á móti því þegar ríkustu og öflugustu herveldi heims láta sprengjum rigna yfir fátækt fólk í fjarlægum löndum. Við erum á móti því þegar grundvallarmannréttindi eru fótum troðin og mönnum er varpað í fangabúðir og haldið þar með pyntingum í áraraðir án dóms og laga. Við erum á móti því að auka völd leyniþjónusta og annarra opinberra stofnanna til að ráðast inn á stöðugt fleiri svið í einkalífi fólks og beita hvers kyns njósnum í nafni “stríðs gegn hryðjuverkum”. Við erum á móti því að öflugustu herveldi heims stundi grímulausa heimsvaldastefnu í þriðja heiminum og ásælist auðlindir annarra ríkja í krafti herstyrks. Við erum á móti því að vopnasalar maki krókin, meðan hermálaráðuneyti um víða veröld taka til sín stöðugt stærri hluta þjóðarauðsins á kostnað brýnni viðfangsefna. Afstaða okkar í öllum þessum málum er óháð því hversu mikinn eða lítinn trúnað við leggjum á kenningar um samsæri bandarískra alríkisstofnanna. Stríðin í Írak og Afganistan eru jafnröng hvort sem hin opinbera söguskoðun um þá atburði er rétt eða röng. Flóknara er það mál nú ekki. Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga

Færslur

SHA_forsida_top

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

SHA_forsida_top

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Leikið um 3ja sæti

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

SHA_forsida_top

Var þörf á varnarliði?

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

SHA_forsida_top

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

SHA_forsida_top

Fræðsluerindi SHA

Fræðsluerindi SHA

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit