BREYTA

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna við hana allt síðasta kjörtímabil. Nú loks hillir undir að stefnan berist Alþingi til samþykktar. Samtök hernaðarandstæðinga skiluðu umsögn um skýrsluna, þar sem harðlega var gagnrýnt hversu einarður stuðningur við Nató-aðild kemur fram í plagginu. Fulltrúar SHA gengu á fund utanríkismálanefndar og kynntu sjónarmið sín og hafa vonandi náð eyrum nefndarmanna nægilega vel. Umsögn SHA er á þessa leið: Samtök hernaðarandstæðinga telja margt gott að finna í forsendum þjóðaröryggisstefnunnar, þ.e. að stefnan eigi að byggja á sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæra, öryggi borgaranna, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu o.fl. Þetta eru flest allt falleg orð sem mætti nýta til að búa til heildstæða og fallega stefnu. Sérstaklega fagna samtökin því að stefnt sé að því að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir kjarnavopnum enda um baráttumál samtakanna að ræða svo áratugum skiptir. Brýnt er að enginn afsláttur verði veittur frá þessum friðlýsingarmarkmiðum við endanlega lagasetningu um málið. Það skýtur hins vegar óneitanlega skökku við að þessum markmiðum eigi að vera náð með áframhaldandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hernaðarbandalagið er þvert á móti einhver mesta ógnvaldur öryggis, friðar og fullveldis þjóða í veröldinni í dag. Árásastefna Bandaríkjanna og  NATO hefur unnið gegn öllum þeim fögru markmiðum sem sett eru til forsendu nýrrar þjóðaröryggisstefnu. Hernám Afganistan og Íraks og íhlutanir og loftárásir NATO í Líbíu og Sýrlandi hafa skapað jarðveginn fyrir borgarastríð og ógnaröld í þessum löndum sem hefur lagt þau meira og minna í rústir. NATO hefur gert stór svæði í þessum löndum óbyggileg til lengri tíma með loftárásum og notkun klasasprengna og annarra langdrepandi hertóla. Það vilja fáir né geta búið við stöðugt sprengjuregn í heimkynnum sínum og afleiðingin er því sú að fólk flýr þessi lönd í stórum stíl og tekur áhættu á Miðjarðarhafi til að komast til landa þar sem ekki geisa stríð. Samtök hernaðarandstæðinga telja Ísland ekki geta tekið þátt í bandalagi sem veldur fólki í öðrum löndum slíkum hörmungum. Í þjóðaröryggisstefnunni kemur fram að Ísland sé fámenn eyþjóð sem hvorki hafi vilja né burði til að ráða yfir her. Engu að síður er í stefnunni gert ráð fyrir áframhaldandi þátttöku okkar í árásabandalagi. Samtök hernaðarandstæðinga telja það hræsni að vilja engan her hafa og tala um frið á tyllidögum en standa á sama tíma að og styðja við félagsskap sem ítrekað beitir hervaldi gegn fjarlægum þjóðum í heimsvaldabrölti sínu. Samtök hernaðarandstæðinga ítreka þá afstöðu sína að Ísland skuli standa utan hernaðarbandalaga og beita sér fyrir friði um allan heim. Íhlutunarstefna NATO hefur aukið á óstöðugleika víða um heiminn og ein sorglegasta birtingarmyndin (fyrir utan dauða og limlestingar) er eins og áður segir mikill fjöldi flóttamanna sem hafa að engu að hverfa. Sem meðlimir í Atlantshafsbandalaginu bera Íslendingar þunga ábyrgð á flóttamannavanda samtímans. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð sína og styðji flóttafólk til betra lífs hvort sem það vill aðstoð erlendis eða hérlendis.

Færslur

SHA_forsida_top

Magnaður matseðill

Magnaður matseðill

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu vormisseri verður haldinn nk. föstudagskvöld, 28. maí. Kokkaþríeykið Jón …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

INSHALLAH - HEIMILDAKVIKMYND EFTIR MAURICE JACOBSEN Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman vi! hernám, umsátur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Föstudagskvöldið 29. apríl verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi verður yfirkokkur og verður …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Skömmu fyrir hádegi fimmtudaginn 14. apríl komu þrjú þýsk herskip til hafnar í Reykjavík. Brandenburg …

SHA_forsida_top

Líbýustríði mótmælt

Líbýustríði mótmælt

Óformlegur hópur fólks sem andæft hefur stríðinu í Líbýu og þátttöku Nató í því boðar …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Fundað í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Lárus Páll Birgisson (Lalli sjúkraliði) boðar til fundar í Friðarhúsi föstudaginn 8. apríl kl. 20 …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fréttir af því að hingað komi til lands kanadískar …

SHA_forsida_top

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

Kynningarfundur um mál fimmenninganna verður í sal MÍR, Hverfisgötu 105, fimmtudagskvöldið 31. mars klukkan 19:30. …

SHA_forsida_top

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. mars. Kokkar kvöldsins verða Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa þungum áhyggjum af hernaði og ofbeldisverkum í Miðausturlöndum liðinna daga. Í Jemen …

SHA_forsida_top

Hvað er málið með Líbýu?

Hvað er málið með Líbýu?

Þrátt fyrir margra vikna átök í Líbýu, hefur lítið farið fyrir dýpri umfjöllun um bakgrunn …

SHA_forsida_top

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Japan Síðustu daga hafa fregnir af kjarnorkuslysinu …