BREYTA

SHA sendir þingmönnum bréf

Samtök hernaðarandstæðinga sendu eftirfarandi bréf til allra þingmanna á Alþingi með hvatningu til að vinna að friðar- og afvopnunarmálum: Reykjavík 25. janúar 2017 Kæri þingmaður. Til hamingju með verkefnið sem þér hefur verið falið. Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga óskar þér velfarnaðar í störfum þínum á Alþingi. Samtök hernaðarandstæðinga eru fjölmennustu baráttusamtök friðar- og afvopnunarsinna á Íslandi. Frá upphafi hefur megináhersla samtakanna verið barátta gegn vígvæðingu og hernaði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á baráttuna gegn kjarnorkuvopnum, aðild Íslands að hernaðarbandalögum og hernaðarumsvifum hér á landi. Við hvetjum þingmenn til að kynna sér friðar- og afvopnunarmál og beita sér á þeim vettvangi í störfum sínum. Má þar tiltaka nokkur málefni: • Á síðustu árum hafa blóðugar styrjaldir geisað í Miðausturlöndum. Þær hafa kostað gríðarlegan fjölda mannslífa og valdið ómældum þjáningum og eyðileggingu samfélaga. Í þeim öllum eiga vestræn ríki stóran hlut að máli, ýmist sem upphafsaðilar, beinir og óbeinir þátttakendur eða sem vopnasalar. Við hvetjum þig til að beita þér fyrir því með öllum tiltækum ráðum að stórveldin láti af íhlutunarstefnu sinni og að böndum verði komið á alþjóðlega vopnasölu. • Aldrei hafa eins margir jarðarbúar verið á flótta og nú, ekki síst vegna styrjaldanna í Miðausturlöndum. Ábyrgð Nató-ríkja á þessu ástandi er óumdeilanleg og því með engu móti réttlætanlegt að sömu lönd axli ekki ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Við hvetjum þig til að beita þér fyrir því að Ísland styðji við flóttamannahjálp með sem öflugustum hætti, þar á meðal með því að taka við miklu fleira fólki en nú er áætlað. • Ísland er aðili að hernaðarbandalaginu Nató. Hvað sem hástemmdum yfirlýsingum um lýðræðishlutverk bandalagsins líður er Nató fyrst og fremst hernaðarlegt tæki sem ætlað er að styðja við hagsmuni lykilríkja þess, einkum Bandaríkjanna. Hræsnin í lýðræðisfagurgalanum sést best af aðild Tyrkja að Nató, sem þessi dægrin lúta hálfgerðri einræðisstjórn og berja miskunnarlaust niður Kúrdaþjóðina með blessun Nató. Við hvetjum þig til að beita þér fyrir úrsögn Íslands úr bandalaginu. • Kjarnorkuvopn eru í dag síst minni ógn er á tímum kalda stríðsins. Kjarnorkuveldum fjölgar og vopnin verða sífellt auðveldari í framleiðslu. Möguleikar á útrýmingu þessara skaðræðisvopna fara þverrandi og telja fræðimenn að nú séu síðustu forvöð að grípa í taumana. Íslendingar geta lagt lóð á vogarskálarnar með tvennum hætti: með því að tala fyrir kjarnorkuafvopnun á alþjóðavettvangi og með því að friðlýsa Ísland og íslenska lögsögu fyrir allri geymslu og meðferð þessara vopna • Nokkrum sinnum á ári er Ísland gert að vettvangi æfingaflugs orrustuflugmanna Nató-ríkja í flugæfingum undir dulnefninu „loftrýmisgæsla.“ Þessi gæsla er ekkert annað en niðurgreiddar heræfingar sem eru engum til gagns en mörgum til töluverðs ama. Við hvetjum þig til að beita þér fyrir því að flugæfingum þessum verði hætt hið snarasta. • Milli Íslands og Bandaríkjanna er í gildi svokallaður varnarsamningur sem felur í sér víðtækar heimildir Bandaríkjastjórnar til að koma sér upp hernaðaraðstöðu á Íslandi. Nýlegar bókanir við samninginn hafa enn frekar greitt fyrir þessu. Það er mat Samtaka hernaðarandstæðinga að rétt sé að segja samningnum upp nú þegar og hætta að binda trúss okkar í alþjóðamálum við bandaríska duttlunga. Nýleg forsetaskipti í Washington ættu heldur að styrkja það álit. • Flestar styrjaldir og átök í heiminum eiga sér efnahagslegar rætur. Raunverulegur friður verður aldrei tryggður nema með félagslegu réttlæti í heiminum. Við viljum hvetja þig í störfum þínum til að vinna gegn kúgun, arðráni og ofbeldi í hvaða mynd sem er, hvarvetna í heiminum. F.h. miðnefndar SHA Auður Lilja Erlingsdóttir formaður

Færslur

SHA_forsida_top

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. …

SHA_forsida_top

Dagskrá næstu daga

Dagskrá næstu daga

Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna. Föstudagskvöldið 29. september …

SHA_forsida_top

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart …

SHA_forsida_top

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Frá Hafnarfjarðarkirkju Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO og Ísrael

NATO og Ísrael

Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru …

SHA_forsida_top

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, …

SHA_forsida_top

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn: Hugmynd um …

SHA_forsida_top

Snautleg brottför

Snautleg brottför

Á vefritinu Múrnum 11. september fjallaði Ármann Jakobsson um snautlega brottför bandaríska hersins og tilgangsleysi …

SHA_forsida_top

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. …

SHA_forsida_top

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í dag, 11. september: Fréttablaðið, 11. …

SHA_forsida_top

NATO: hernámslið í Afganistan

NATO: hernámslið í Afganistan

Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn …

SHA_forsida_top

Við hvað erum við hrædd?

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.