BREYTA

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma fyrirfram saklausa einstaklinga, enda eru menn saklausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir opnum dómi. Það þykir víst sjálfsagt í dag að dæma fyrirfram múslíma fyrir hverskonar ódæðisverk, enda eru líf og æra múslíma einskis virði í augu flestra Vesturlandabúa. Þetta er siðlaust. En takið eftir! Enginn fjölmiðill hefur bent á að við höfum aðeins fengið eina hlið málsins, þ.e. þá hlið sem snýr að lögregluyfirvöldum. Við höfum ekki heyrt eitt eða neitt frá hinum grunuðu. Hafa þeir fengið að tala við lögfræðing, við fjölskyldur sínar? Hvað segja eiginkonur þessara manna? Hafa þeir játað að hafa staðið fyrir þessum aðgerðum? Ef ekki, væri ekki eðlilegt að bíða eftir því að þeir verði leiddir fyrir rétt og sannanir lagðar fram? Markmið pólítiskra glæpa er að vekja athygli á pólítiskum málstað. Það er til einskis fyrir þá sem berjast fyrir pólítiskan málstað að setja sprengju í bíl og skilja engin skilaboð eftir. Hverjum ætti þá að detta í hug að atburðurinn hafi pólítiska merkingu, hvað þá sérstök skilaboð? Í mörgum, ef ekki flestum, meintum hryðjuverkum sem unnin hafa verið á Vesturlöndum undanfarin ár, hafa gerendur ekki skilið eftir nein skilaboði. Fréttaskýrendur hafa þá reynt að geta í eyðurnar og búið til kenningar um markmið gerenda. Baráttumenn fyrir málstað eru ekki feimnir að eigna sér gerðir sínar ef þeir á annað borð eru sannfærðir um réttmæti gerða sinna. Hins vegar er þeim sem vilja undirbúa árásir á múslímsk ríki og auka hernaðarhyggju í hag að skipuleggja árásir sem þeir kenna múslímum um. Cui bono? Rétt væri að spyrja hver græðir mest á glæp sem enginn vill kannast við. Meðan við heyrum ekki frá þeim sem handteknir voru í Bretlandi, ættum við að varast að draga ályktanir um „nýja tegund hryðjuverkamanna“ (eins og leiðari Morgunblaðsins er titlaður í dag). Þvert á móti ættu fyrstu viðbrögðin að vera að tortryggja leyniþjónustur Breta, Bandaríkjanna eða Ísraela. Elías Davíðsson 4. júlí 2007 Frá ritstjóra: Sjá fréttir og umræður í: Guardian Unlimited (1) Guardian Unlimited (2)

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …