BREYTA

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma fyrirfram saklausa einstaklinga, enda eru menn saklausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir opnum dómi. Það þykir víst sjálfsagt í dag að dæma fyrirfram múslíma fyrir hverskonar ódæðisverk, enda eru líf og æra múslíma einskis virði í augu flestra Vesturlandabúa. Þetta er siðlaust. En takið eftir! Enginn fjölmiðill hefur bent á að við höfum aðeins fengið eina hlið málsins, þ.e. þá hlið sem snýr að lögregluyfirvöldum. Við höfum ekki heyrt eitt eða neitt frá hinum grunuðu. Hafa þeir fengið að tala við lögfræðing, við fjölskyldur sínar? Hvað segja eiginkonur þessara manna? Hafa þeir játað að hafa staðið fyrir þessum aðgerðum? Ef ekki, væri ekki eðlilegt að bíða eftir því að þeir verði leiddir fyrir rétt og sannanir lagðar fram? Markmið pólítiskra glæpa er að vekja athygli á pólítiskum málstað. Það er til einskis fyrir þá sem berjast fyrir pólítiskan málstað að setja sprengju í bíl og skilja engin skilaboð eftir. Hverjum ætti þá að detta í hug að atburðurinn hafi pólítiska merkingu, hvað þá sérstök skilaboð? Í mörgum, ef ekki flestum, meintum hryðjuverkum sem unnin hafa verið á Vesturlöndum undanfarin ár, hafa gerendur ekki skilið eftir nein skilaboði. Fréttaskýrendur hafa þá reynt að geta í eyðurnar og búið til kenningar um markmið gerenda. Baráttumenn fyrir málstað eru ekki feimnir að eigna sér gerðir sínar ef þeir á annað borð eru sannfærðir um réttmæti gerða sinna. Hins vegar er þeim sem vilja undirbúa árásir á múslímsk ríki og auka hernaðarhyggju í hag að skipuleggja árásir sem þeir kenna múslímum um. Cui bono? Rétt væri að spyrja hver græðir mest á glæp sem enginn vill kannast við. Meðan við heyrum ekki frá þeim sem handteknir voru í Bretlandi, ættum við að varast að draga ályktanir um „nýja tegund hryðjuverkamanna“ (eins og leiðari Morgunblaðsins er titlaður í dag). Þvert á móti ættu fyrstu viðbrögðin að vera að tortryggja leyniþjónustur Breta, Bandaríkjanna eða Ísraela. Elías Davíðsson 4. júlí 2007 Frá ritstjóra: Sjá fréttir og umræður í: Guardian Unlimited (1) Guardian Unlimited (2)

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …