BREYTA

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma fyrirfram saklausa einstaklinga, enda eru menn saklausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir opnum dómi. Það þykir víst sjálfsagt í dag að dæma fyrirfram múslíma fyrir hverskonar ódæðisverk, enda eru líf og æra múslíma einskis virði í augu flestra Vesturlandabúa. Þetta er siðlaust. En takið eftir! Enginn fjölmiðill hefur bent á að við höfum aðeins fengið eina hlið málsins, þ.e. þá hlið sem snýr að lögregluyfirvöldum. Við höfum ekki heyrt eitt eða neitt frá hinum grunuðu. Hafa þeir fengið að tala við lögfræðing, við fjölskyldur sínar? Hvað segja eiginkonur þessara manna? Hafa þeir játað að hafa staðið fyrir þessum aðgerðum? Ef ekki, væri ekki eðlilegt að bíða eftir því að þeir verði leiddir fyrir rétt og sannanir lagðar fram? Markmið pólítiskra glæpa er að vekja athygli á pólítiskum málstað. Það er til einskis fyrir þá sem berjast fyrir pólítiskan málstað að setja sprengju í bíl og skilja engin skilaboð eftir. Hverjum ætti þá að detta í hug að atburðurinn hafi pólítiska merkingu, hvað þá sérstök skilaboð? Í mörgum, ef ekki flestum, meintum hryðjuverkum sem unnin hafa verið á Vesturlöndum undanfarin ár, hafa gerendur ekki skilið eftir nein skilaboði. Fréttaskýrendur hafa þá reynt að geta í eyðurnar og búið til kenningar um markmið gerenda. Baráttumenn fyrir málstað eru ekki feimnir að eigna sér gerðir sínar ef þeir á annað borð eru sannfærðir um réttmæti gerða sinna. Hins vegar er þeim sem vilja undirbúa árásir á múslímsk ríki og auka hernaðarhyggju í hag að skipuleggja árásir sem þeir kenna múslímum um. Cui bono? Rétt væri að spyrja hver græðir mest á glæp sem enginn vill kannast við. Meðan við heyrum ekki frá þeim sem handteknir voru í Bretlandi, ættum við að varast að draga ályktanir um „nýja tegund hryðjuverkamanna“ (eins og leiðari Morgunblaðsins er titlaður í dag). Þvert á móti ættu fyrstu viðbrögðin að vera að tortryggja leyniþjónustur Breta, Bandaríkjanna eða Ísraela. Elías Davíðsson 4. júlí 2007 Frá ritstjóra: Sjá fréttir og umræður í: Guardian Unlimited (1) Guardian Unlimited (2)

Færslur

SHA_forsida_top

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið …

SHA_forsida_top

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Á vef Víkurfrétta, fimmtudaginn 11. janúar sl., mátti lesa frásögn af umræðum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar …

SHA_forsida_top

Leynist í þér rótari?

Leynist í þér rótari?

Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum komið sér upp góðu hljóðkerfi fyrir fundi af ýmsu …

SHA_forsida_top

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Fimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. 8. mars

Undirbúningsfundur f. 8. mars

MFÍK heldur undirbúningsfund í Friðarhúsi fyrir 8. mars.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Ástralía

HM, Ísland:Ástralía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Ástralía …

SHA_forsida_top

Frá miðnefnd SHA

Frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga kom saman til fundar s.l. fimmtudag. Rétt er að minna á að …

SHA_forsida_top

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Samtök hernaðarandstæðinga eiga öflugt hljóðkerfi fyrir fundi og samkomur. Nú gefst félagsmönnum tækifæri til að …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til einkaaðila.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Eftirfarandi grein eftir Þórarinn Eyfjörð birtist í Morgunblaðinu 27. desember 2006. Hún er birt …

SHA_forsida_top

Friðarávarp frá Ísafirði

Friðarávarp frá Ísafirði

Við lok friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu flutti Eiríkur Örn Norðdahl skáld og blaðamaður ávarp: …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn í lok nóvember. Erla Hlynsdóttir, blaðakona á tímaritinu Ísafold, sat …

SHA_forsida_top

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Falasteen Abu Libdeh flutti ávarp á Lækjartorgi við lok friðargöngunnar á Þorláksmessu. Það birtist hér …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Fundur á vegum undirbúningshóps Indymedia.is