BREYTA

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma fyrirfram saklausa einstaklinga, enda eru menn saklausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir opnum dómi. Það þykir víst sjálfsagt í dag að dæma fyrirfram múslíma fyrir hverskonar ódæðisverk, enda eru líf og æra múslíma einskis virði í augu flestra Vesturlandabúa. Þetta er siðlaust. En takið eftir! Enginn fjölmiðill hefur bent á að við höfum aðeins fengið eina hlið málsins, þ.e. þá hlið sem snýr að lögregluyfirvöldum. Við höfum ekki heyrt eitt eða neitt frá hinum grunuðu. Hafa þeir fengið að tala við lögfræðing, við fjölskyldur sínar? Hvað segja eiginkonur þessara manna? Hafa þeir játað að hafa staðið fyrir þessum aðgerðum? Ef ekki, væri ekki eðlilegt að bíða eftir því að þeir verði leiddir fyrir rétt og sannanir lagðar fram? Markmið pólítiskra glæpa er að vekja athygli á pólítiskum málstað. Það er til einskis fyrir þá sem berjast fyrir pólítiskan málstað að setja sprengju í bíl og skilja engin skilaboð eftir. Hverjum ætti þá að detta í hug að atburðurinn hafi pólítiska merkingu, hvað þá sérstök skilaboð? Í mörgum, ef ekki flestum, meintum hryðjuverkum sem unnin hafa verið á Vesturlöndum undanfarin ár, hafa gerendur ekki skilið eftir nein skilaboði. Fréttaskýrendur hafa þá reynt að geta í eyðurnar og búið til kenningar um markmið gerenda. Baráttumenn fyrir málstað eru ekki feimnir að eigna sér gerðir sínar ef þeir á annað borð eru sannfærðir um réttmæti gerða sinna. Hins vegar er þeim sem vilja undirbúa árásir á múslímsk ríki og auka hernaðarhyggju í hag að skipuleggja árásir sem þeir kenna múslímum um. Cui bono? Rétt væri að spyrja hver græðir mest á glæp sem enginn vill kannast við. Meðan við heyrum ekki frá þeim sem handteknir voru í Bretlandi, ættum við að varast að draga ályktanir um „nýja tegund hryðjuverkamanna“ (eins og leiðari Morgunblaðsins er titlaður í dag). Þvert á móti ættu fyrstu viðbrögðin að vera að tortryggja leyniþjónustur Breta, Bandaríkjanna eða Ísraela. Elías Davíðsson 4. júlí 2007 Frá ritstjóra: Sjá fréttir og umræður í: Guardian Unlimited (1) Guardian Unlimited (2)

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …