BREYTA

Silfurmaður í Friðarhúsi

tarpleyBandaríski rithöfundurinn Webster Tarpley var gestur í sjónvarpsþættinum Silfri Egils sunnudaginn 26. september, þar sem hann ræddi framtíðarhorfur efnahagsmála í heiminum og Bandaríkjunum þá sérstaklega. Tarpley álítur að efnahagskreppan sé rétt að byrja og stjórnvöldum beri að haga ákvörðunum sínum í samræmi við það. Tarpley þessi hefur ritað fjölda bóka um efnahags- og stjórnmál, þar á meðal um bandaríska hernaðar- og utanríkispólitík. Hann verður gestur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, fimmtudagskvöldið 1. október kl. 20. Þar mun hann fjalla um hernaðarstefnu Obama-stjórnarinnar og meðal annars bregða ljósi á feril sumra þeirra manna sem mest áhrif hafa innan bandaríska stjórnkerfisins þegar kemur að ákvörðunum í utanríkismálum. Fundurinn er í boði Samtaka hernaðarandstæðinga og opinn öllu áhugafólki um alþjóðamál.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …