BREYTA

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. Þessi tilvik sem um ræðir tengjast öll herstöðvaandstæðingum á einhvern hátt. Samkvæmt heimildum Guðna fengu íslensk stjórnvöld heimildir með dómsúrkurði til símahlerana vegna sex tilvika á árunum 1949 til 1968, átta heimildir alls. Þessi tilvik voru innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið árið 1949, heimsókn Dwight Eisenhower, yfirhershöfðingja bandalagsins 1951 og koma Bandaríkjahers síðar það sama ár. Þá fengust heimildir til að hlera síma þegar var verið að semja við bresk stjórnvöld um landhelgi Íslands í þorskastríðinu árið 1961, og þegar Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, kom hingað til lands árið 1963. Síðasta tilvikið var árið 1968, þegar utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins fór fram hér á landi. Öll þessi tilvik tengjast á einhvern hátt baráttu herstöðvaandstæðinga. Alltaf var hlerað hjá Sósíalistaflokknum, nær alltaf hjá Þjóðviljanum, stundum hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún og Samtökum hernámsandstæðinga og einu sinni hjá Alþýðusambandi Íslands. Einnig upplýsti Guðni að hleraðir hefðu verið símar hjá einum eða fleiri alþingismönnum í hverju tilfelli. Þegar Johnson kom var veitt heimild til að hlera 6 símtöl, í hinum tilvikunum frá 14 til 25. Í þrjú síðustu skiptin, 1961, 1963 og 1968 var veitt heimild til að hlera síma Dagfara og Samtaka hernámsandstæðinga, forvera Samtaka herstöðvaandstæðinga. Samtök herstöðvaandstæðinga hljóta að fagna því að almennt virðist samstaða um að þessar hleranir verði teknar upp á Alþingi og síðan rannsakaðar nánar. En sú spurning situr eftir hvort hleranir hafi verið stundaðar eftir 1968 án dómsúrskurðar. Margir sem tóku þátt í baráttunni gegn herstöðvunum, NATO, Víetnamstríðinu og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna á áttunda og níunda áratugnum hafa haft sterkan grun um að símar hafi verið hleraðir. Laust fyrir 1970 fór þessi barátta að ýmsu leyti harðnandi og breytti um svip, róttækar æskulýðshreyfingar urðu til og vitað er að víða í nágrannalöndunum var safnað gögnum um ýmsa baráttumenn og jafnvel beitt símahlerunum. Ef til vill eru engin gögn til sem sanna þetta eða afsanna ef engir dómsúrskurðir eru fyrir hendi, en ef þær hleranir, sem Guðni gat um í erindi sínu, verða rannsakaðar er nauðsynlegt að einnig verði kannað hvort heimildir eða vísbendingar séu um símahleranir eftir 1968. Einar Ólafsson

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …