BREYTA

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. Þessi tilvik sem um ræðir tengjast öll herstöðvaandstæðingum á einhvern hátt. Samkvæmt heimildum Guðna fengu íslensk stjórnvöld heimildir með dómsúrkurði til símahlerana vegna sex tilvika á árunum 1949 til 1968, átta heimildir alls. Þessi tilvik voru innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið árið 1949, heimsókn Dwight Eisenhower, yfirhershöfðingja bandalagsins 1951 og koma Bandaríkjahers síðar það sama ár. Þá fengust heimildir til að hlera síma þegar var verið að semja við bresk stjórnvöld um landhelgi Íslands í þorskastríðinu árið 1961, og þegar Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, kom hingað til lands árið 1963. Síðasta tilvikið var árið 1968, þegar utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins fór fram hér á landi. Öll þessi tilvik tengjast á einhvern hátt baráttu herstöðvaandstæðinga. Alltaf var hlerað hjá Sósíalistaflokknum, nær alltaf hjá Þjóðviljanum, stundum hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún og Samtökum hernámsandstæðinga og einu sinni hjá Alþýðusambandi Íslands. Einnig upplýsti Guðni að hleraðir hefðu verið símar hjá einum eða fleiri alþingismönnum í hverju tilfelli. Þegar Johnson kom var veitt heimild til að hlera 6 símtöl, í hinum tilvikunum frá 14 til 25. Í þrjú síðustu skiptin, 1961, 1963 og 1968 var veitt heimild til að hlera síma Dagfara og Samtaka hernámsandstæðinga, forvera Samtaka herstöðvaandstæðinga. Samtök herstöðvaandstæðinga hljóta að fagna því að almennt virðist samstaða um að þessar hleranir verði teknar upp á Alþingi og síðan rannsakaðar nánar. En sú spurning situr eftir hvort hleranir hafi verið stundaðar eftir 1968 án dómsúrskurðar. Margir sem tóku þátt í baráttunni gegn herstöðvunum, NATO, Víetnamstríðinu og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna á áttunda og níunda áratugnum hafa haft sterkan grun um að símar hafi verið hleraðir. Laust fyrir 1970 fór þessi barátta að ýmsu leyti harðnandi og breytti um svip, róttækar æskulýðshreyfingar urðu til og vitað er að víða í nágrannalöndunum var safnað gögnum um ýmsa baráttumenn og jafnvel beitt símahlerunum. Ef til vill eru engin gögn til sem sanna þetta eða afsanna ef engir dómsúrskurðir eru fyrir hendi, en ef þær hleranir, sem Guðni gat um í erindi sínu, verða rannsakaðar er nauðsynlegt að einnig verði kannað hvort heimildir eða vísbendingar séu um símahleranir eftir 1968. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Kl. 13: Háskólabíó. Almennur borgarafundur Kl. 15: Ingólfstorg. Útifundur Írak: Stöðvum stríðið strax! Íran: …

SHA_forsida_top

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

Háskólabíó – laugardaginn 18. mars kl 13:00-14:45 FRUMSÝNING HEIMILDARMYNDAR & UMRÆÐUR Þjóðarhreyfingin – með …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Þriðjudagskvöldið 14. mars mun Dagur Þorleifsson fjalla um þá ólíku trúarhópa og þjóðflokka sem byggja …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sagnfræðingurinn Dagur Þorleifsson fjallar um sögulegan bakgrunn borgarastyrjaldarinnar í Írak.

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Mánudagskvöldið 13. mars verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Private Warriors og fjallar um hinn einkavædda …

SHA_forsida_top

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Nú í kvöld, 12. mars, var lögð fram ákæra á hendur dr. Michael Rubin frá …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Samtök herstöðvaandstæðinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá alla þessa viku í tilefni að því að senn …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sýnd verður heimildarmyndin Private Warriors úr Frontline-myndaröð PBS.

SHA_forsida_top

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Stefna, félag vinstri manna, heldur umræðufund um efnið Álver og efnahagslegt sjálfstæði í Lárusarhúsi …

SHA_forsida_top

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Mánudaginn 13. mars mun Bandaríkjamaður nokkur að nafni dr. Michael Rubin halda fyrirlestur á vegum …

SHA_forsida_top

Vinnufundur v. 18. mars

Vinnufundur v. 18. mars

Hópur nema úr framhaldsskólum og Háskólanum funda til að undirbúa mótmælin 18. mars.

SHA_forsida_top

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

Þróunaraðstoð – í þágu hverra? Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur …

SHA_forsida_top

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

Það verður mikið um að vera í Reykjavík 18. mars þegar þess verður minnst um …