BREYTA

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. Þessi tilvik sem um ræðir tengjast öll herstöðvaandstæðingum á einhvern hátt. Samkvæmt heimildum Guðna fengu íslensk stjórnvöld heimildir með dómsúrkurði til símahlerana vegna sex tilvika á árunum 1949 til 1968, átta heimildir alls. Þessi tilvik voru innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið árið 1949, heimsókn Dwight Eisenhower, yfirhershöfðingja bandalagsins 1951 og koma Bandaríkjahers síðar það sama ár. Þá fengust heimildir til að hlera síma þegar var verið að semja við bresk stjórnvöld um landhelgi Íslands í þorskastríðinu árið 1961, og þegar Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, kom hingað til lands árið 1963. Síðasta tilvikið var árið 1968, þegar utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins fór fram hér á landi. Öll þessi tilvik tengjast á einhvern hátt baráttu herstöðvaandstæðinga. Alltaf var hlerað hjá Sósíalistaflokknum, nær alltaf hjá Þjóðviljanum, stundum hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún og Samtökum hernámsandstæðinga og einu sinni hjá Alþýðusambandi Íslands. Einnig upplýsti Guðni að hleraðir hefðu verið símar hjá einum eða fleiri alþingismönnum í hverju tilfelli. Þegar Johnson kom var veitt heimild til að hlera 6 símtöl, í hinum tilvikunum frá 14 til 25. Í þrjú síðustu skiptin, 1961, 1963 og 1968 var veitt heimild til að hlera síma Dagfara og Samtaka hernámsandstæðinga, forvera Samtaka herstöðvaandstæðinga. Samtök herstöðvaandstæðinga hljóta að fagna því að almennt virðist samstaða um að þessar hleranir verði teknar upp á Alþingi og síðan rannsakaðar nánar. En sú spurning situr eftir hvort hleranir hafi verið stundaðar eftir 1968 án dómsúrskurðar. Margir sem tóku þátt í baráttunni gegn herstöðvunum, NATO, Víetnamstríðinu og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna á áttunda og níunda áratugnum hafa haft sterkan grun um að símar hafi verið hleraðir. Laust fyrir 1970 fór þessi barátta að ýmsu leyti harðnandi og breytti um svip, róttækar æskulýðshreyfingar urðu til og vitað er að víða í nágrannalöndunum var safnað gögnum um ýmsa baráttumenn og jafnvel beitt símahlerunum. Ef til vill eru engin gögn til sem sanna þetta eða afsanna ef engir dómsúrskurðir eru fyrir hendi, en ef þær hleranir, sem Guðni gat um í erindi sínu, verða rannsakaðar er nauðsynlegt að einnig verði kannað hvort heimildir eða vísbendingar séu um símahleranir eftir 1968. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

SHA_forsida_top

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

SHA_forsida_top

Tvær ferðasögur

Tvær ferðasögur

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

SHA_forsida_top

Opinn fundur MFÍK

Opinn fundur MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

SHA_forsida_top

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

SHA_forsida_top

Mannréttindabrot - fangaflug

Mannréttindabrot - fangaflug

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

SHA_forsida_top

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …