BREYTA

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin sjálfstæði Suður-Ossetíu en tryggja sjálfstæði Kósovo, og þess vegna hafnar Rússland sjálfstæði Tsjetsjeníu og Kósovo en viðurkennir sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu. Heimsvaldastefna Rússlands er hvorki betri né verri en heimsvaldastefna Bandaríkjanna eða Vesturveldanna. Rússland er bara veikara. En það eru Bandaríkin og NATO sem bera meginábyrgðina á þeirri spennu, sem hefur farið vaxandi að undanförnu, með því að þrengja stöðugt að Rússlandi með útvíkkun NATO, bandarískum herstöðvum og hernaðarsamstarfi Bandaríkjanna við nágrannaríki Rússlands, með uppsögn ABM-sáttmálans um takmörkun gagnflaugakerfa og í kjölfar þess uppsetningu gagnflaugakerfis með stöðvum í Tékklandi og Póllandi. Með hruni Sovétríkjanna og hins kommúníska skipulags austantjaldsríkjanna kringum 1990 vonuðust margir til að þar með losnaði um spennu kalda stríðsins. En gróðahagsmunir auðvaldsins og heimsveldahagsmunir stórveldanna taka ekki tillit til hagsmuna eða friðarvona alþýðu. Í stað þess að leggja NATO niður var það nú eflt og beitt markvisst við að festa í sessi hina nýju heimsskipun sem Bandaríkin boðuðu. Gamla stórveldið Rússland reyndi að halda sjálfstæði sínu og áhrifum en Bandaríkin og NATO flýttu sér að tryggja áhrif sín til austurs og á olíuauðugum svæðum Mið- og Suðvestur-Asíu meðan Rússland var enn veikt eftir umskiptin. Serbía óhlýðnaðist Vesturveldunum eftir upplausn Júgóslavíu og ofbeldi Serba í Kósovo var ýkt hæfilega og notað sem átylla til loftárása. Kósovo var sett undir stjórn NATO og Bandaríkin settu þar upp stóra herstöð, Camp Bondsteel. Síðan var sjálfstæði héraðsins viðurkennt gegn vilja Serbíu og Rússlands. Þegar á allt er litið eru jafnsterk rök fyrir að viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og Kósovo – eða hvort tveggja jafnvafasamt eins og að því er staðið. En meginreglan á að vera að sjálfsákvörðunarrétt þjóða ber að virða eftir því sem hægt er í flókinni veröld. Athafnir stórveldanna helgast ekki af hagsmunum alþýðunnar. Þeir eru einungis notaðir sem átylla þegar hentar. Átökin í Georgíu nú í ágúst verða ekki slitin úr samhengi við þá spennu sem vaxandi áhrif Bandaríkjanna og NATO í Úkraínu og Georgíu hafa valdið. Í þessum átökum voru íbúar Georgíu og Suður-Ossetíu einungis fórnarlömb. Stjórn Georgíu beitti bandarískum og ísraelskum vopnum til að ráðast inn í Suður-Ossetíu með tilheyrandi eyðileggingu og limlestingum og dauða óbreyttra borgara. Og Rússar spöruðu ekki heldur líf óbreyttra borgara í viðleitni sinni við að verja stórveldishagsmuni sína með innrás í Georgíu. Það er ekki heldur auðvelt að styðja stjórn Suður-Ossetíu, sem að sögn hefur stutt sig við glæpagengi rétt eins og núverandi forseti hins nýfrjálsa Kósovo. Stórveldin eru ekki vönd að vinum. Í þessu valdatafli stórveldanna, þar sem alþýðan er alltaf fórnarlambið, skipar NATO mikilvægt hlutverk. Í apríl á næsta ári fyllir það sjötta áratuginn. Þessi sextíu ár eru nóg. Nú er kominn tími til að leysa upp öll hernaðarbandalög. Hernaðarbandalög eru ekki til annars en viðhalda köldu stríði – og kalt stríð getur alltaf tekið upp á því að hitna. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …