BREYTA

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin sjálfstæði Suður-Ossetíu en tryggja sjálfstæði Kósovo, og þess vegna hafnar Rússland sjálfstæði Tsjetsjeníu og Kósovo en viðurkennir sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu. Heimsvaldastefna Rússlands er hvorki betri né verri en heimsvaldastefna Bandaríkjanna eða Vesturveldanna. Rússland er bara veikara. En það eru Bandaríkin og NATO sem bera meginábyrgðina á þeirri spennu, sem hefur farið vaxandi að undanförnu, með því að þrengja stöðugt að Rússlandi með útvíkkun NATO, bandarískum herstöðvum og hernaðarsamstarfi Bandaríkjanna við nágrannaríki Rússlands, með uppsögn ABM-sáttmálans um takmörkun gagnflaugakerfa og í kjölfar þess uppsetningu gagnflaugakerfis með stöðvum í Tékklandi og Póllandi. Með hruni Sovétríkjanna og hins kommúníska skipulags austantjaldsríkjanna kringum 1990 vonuðust margir til að þar með losnaði um spennu kalda stríðsins. En gróðahagsmunir auðvaldsins og heimsveldahagsmunir stórveldanna taka ekki tillit til hagsmuna eða friðarvona alþýðu. Í stað þess að leggja NATO niður var það nú eflt og beitt markvisst við að festa í sessi hina nýju heimsskipun sem Bandaríkin boðuðu. Gamla stórveldið Rússland reyndi að halda sjálfstæði sínu og áhrifum en Bandaríkin og NATO flýttu sér að tryggja áhrif sín til austurs og á olíuauðugum svæðum Mið- og Suðvestur-Asíu meðan Rússland var enn veikt eftir umskiptin. Serbía óhlýðnaðist Vesturveldunum eftir upplausn Júgóslavíu og ofbeldi Serba í Kósovo var ýkt hæfilega og notað sem átylla til loftárása. Kósovo var sett undir stjórn NATO og Bandaríkin settu þar upp stóra herstöð, Camp Bondsteel. Síðan var sjálfstæði héraðsins viðurkennt gegn vilja Serbíu og Rússlands. Þegar á allt er litið eru jafnsterk rök fyrir að viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og Kósovo – eða hvort tveggja jafnvafasamt eins og að því er staðið. En meginreglan á að vera að sjálfsákvörðunarrétt þjóða ber að virða eftir því sem hægt er í flókinni veröld. Athafnir stórveldanna helgast ekki af hagsmunum alþýðunnar. Þeir eru einungis notaðir sem átylla þegar hentar. Átökin í Georgíu nú í ágúst verða ekki slitin úr samhengi við þá spennu sem vaxandi áhrif Bandaríkjanna og NATO í Úkraínu og Georgíu hafa valdið. Í þessum átökum voru íbúar Georgíu og Suður-Ossetíu einungis fórnarlömb. Stjórn Georgíu beitti bandarískum og ísraelskum vopnum til að ráðast inn í Suður-Ossetíu með tilheyrandi eyðileggingu og limlestingum og dauða óbreyttra borgara. Og Rússar spöruðu ekki heldur líf óbreyttra borgara í viðleitni sinni við að verja stórveldishagsmuni sína með innrás í Georgíu. Það er ekki heldur auðvelt að styðja stjórn Suður-Ossetíu, sem að sögn hefur stutt sig við glæpagengi rétt eins og núverandi forseti hins nýfrjálsa Kósovo. Stórveldin eru ekki vönd að vinum. Í þessu valdatafli stórveldanna, þar sem alþýðan er alltaf fórnarlambið, skipar NATO mikilvægt hlutverk. Í apríl á næsta ári fyllir það sjötta áratuginn. Þessi sextíu ár eru nóg. Nú er kominn tími til að leysa upp öll hernaðarbandalög. Hernaðarbandalög eru ekki til annars en viðhalda köldu stríði – og kalt stríð getur alltaf tekið upp á því að hitna. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland þjóni einhverjum tilgangi - sé …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Friðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð …

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. …

SHA_forsida_top

Matseðill föstudagsins

Matseðill föstudagsins

Matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. * …

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli

Útifundur á Austurvelli

Aðild Íslands að Nató mótmælt á 60 ára afmæli Natóinngöngunnar.

SHA_forsida_top

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis …

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Myndasýning frá Austurvelli

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Operation Gladio - bresk heimildarmynd.

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató í nútíð og framtíð, Silja Bára Ómarsdóttir.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. …