BREYTA

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní 2006), er greint frá því að samkvæmt mati „bandarískra sérfræðinga í erlendum málefnum og hryðjuverkum“ eru sjálfsvígssprengingar „alvarlegasta ógnin við Bandaríkin en hvorki efnavopn, sýklavopn né kjarnavopn.“ Ef látið er liggja milli hluta hver hafi framið árásirnar 11. september 2001, hefur enginn einstaklingur látist í Bandaríkjunum af völdum sjálfsvígssprenginga á s.l. 10 árum. Þar sem tiltölulega fáir einstaklingar deyja árlega í heiminum í hryðjuverkaárásum (í samanburði við aðrar dánarorsakir), er þess gætt að flagga ekki þessum tölum. Hætt er við að almenningur gleypi ekki við goðsögninni um hryðjuverkaógnina. Nýjasta skýrslan um umfang hryðjuverka í heiminum heitir „Country Reports on Terrorism 2005“ sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útbýr árlega. Hún er fáanleg hér (á pdf-formi, sjá einnig hér ). Skýrslan er 292 bls. löng. Á bls. 289 (!) eru loksins tölur um fjölda bandarískra þegna sem dóu árið 2005 í hryðjuverkaárásum. Þar uppgötvar maður að 56 bandarískir borgarar (utan hermanna) létust það ár í hryðjuverkaárásum (þ.m.t. sjálfsvígsárásum) í heiminum. Af þeim dóu 47 manns í Írak en enginn í Norður-Ameríku. Þetta eru öll ósköpin sem leiða til þess að 117 „sérfræðingar“ telji sjálfsvígssprengingar „alvarlegustu ógnina við Bandaríkin.“ Tölur um fyrri ár hef ég birt í erindi um hryðjuverk sem ég flutti á ráðstefnu lögfræðinga í París í júní 2005. Erindið heitir „The War on Terrorism: A Double Fraud Upon Humanity“ (fáanlegt á pdf-formi hér). Þær segja svipaða sögu. RÚV ætti frekar að birta skjalfestar tölfræðilegar upplýsingar um fórnarlömb hryðjuverka, m.a. í samanburði við aðra vá, en áróðurskennt kukl. Virðingarfyllst, Elías Davíðsson 13. júní 2006

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …