BREYTA

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní 2006), er greint frá því að samkvæmt mati „bandarískra sérfræðinga í erlendum málefnum og hryðjuverkum“ eru sjálfsvígssprengingar „alvarlegasta ógnin við Bandaríkin en hvorki efnavopn, sýklavopn né kjarnavopn.“ Ef látið er liggja milli hluta hver hafi framið árásirnar 11. september 2001, hefur enginn einstaklingur látist í Bandaríkjunum af völdum sjálfsvígssprenginga á s.l. 10 árum. Þar sem tiltölulega fáir einstaklingar deyja árlega í heiminum í hryðjuverkaárásum (í samanburði við aðrar dánarorsakir), er þess gætt að flagga ekki þessum tölum. Hætt er við að almenningur gleypi ekki við goðsögninni um hryðjuverkaógnina. Nýjasta skýrslan um umfang hryðjuverka í heiminum heitir „Country Reports on Terrorism 2005“ sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útbýr árlega. Hún er fáanleg hér (á pdf-formi, sjá einnig hér ). Skýrslan er 292 bls. löng. Á bls. 289 (!) eru loksins tölur um fjölda bandarískra þegna sem dóu árið 2005 í hryðjuverkaárásum. Þar uppgötvar maður að 56 bandarískir borgarar (utan hermanna) létust það ár í hryðjuverkaárásum (þ.m.t. sjálfsvígsárásum) í heiminum. Af þeim dóu 47 manns í Írak en enginn í Norður-Ameríku. Þetta eru öll ósköpin sem leiða til þess að 117 „sérfræðingar“ telji sjálfsvígssprengingar „alvarlegustu ógnina við Bandaríkin.“ Tölur um fyrri ár hef ég birt í erindi um hryðjuverk sem ég flutti á ráðstefnu lögfræðinga í París í júní 2005. Erindið heitir „The War on Terrorism: A Double Fraud Upon Humanity“ (fáanlegt á pdf-formi hér). Þær segja svipaða sögu. RÚV ætti frekar að birta skjalfestar tölfræðilegar upplýsingar um fórnarlömb hryðjuverka, m.a. í samanburði við aðra vá, en áróðurskennt kukl. Virðingarfyllst, Elías Davíðsson 13. júní 2006

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …