BREYTA

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní 2006), er greint frá því að samkvæmt mati „bandarískra sérfræðinga í erlendum málefnum og hryðjuverkum“ eru sjálfsvígssprengingar „alvarlegasta ógnin við Bandaríkin en hvorki efnavopn, sýklavopn né kjarnavopn.“ Ef látið er liggja milli hluta hver hafi framið árásirnar 11. september 2001, hefur enginn einstaklingur látist í Bandaríkjunum af völdum sjálfsvígssprenginga á s.l. 10 árum. Þar sem tiltölulega fáir einstaklingar deyja árlega í heiminum í hryðjuverkaárásum (í samanburði við aðrar dánarorsakir), er þess gætt að flagga ekki þessum tölum. Hætt er við að almenningur gleypi ekki við goðsögninni um hryðjuverkaógnina. Nýjasta skýrslan um umfang hryðjuverka í heiminum heitir „Country Reports on Terrorism 2005“ sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útbýr árlega. Hún er fáanleg hér (á pdf-formi, sjá einnig hér ). Skýrslan er 292 bls. löng. Á bls. 289 (!) eru loksins tölur um fjölda bandarískra þegna sem dóu árið 2005 í hryðjuverkaárásum. Þar uppgötvar maður að 56 bandarískir borgarar (utan hermanna) létust það ár í hryðjuverkaárásum (þ.m.t. sjálfsvígsárásum) í heiminum. Af þeim dóu 47 manns í Írak en enginn í Norður-Ameríku. Þetta eru öll ósköpin sem leiða til þess að 117 „sérfræðingar“ telji sjálfsvígssprengingar „alvarlegustu ógnina við Bandaríkin.“ Tölur um fyrri ár hef ég birt í erindi um hryðjuverk sem ég flutti á ráðstefnu lögfræðinga í París í júní 2005. Erindið heitir „The War on Terrorism: A Double Fraud Upon Humanity“ (fáanlegt á pdf-formi hér). Þær segja svipaða sögu. RÚV ætti frekar að birta skjalfestar tölfræðilegar upplýsingar um fórnarlömb hryðjuverka, m.a. í samanburði við aðra vá, en áróðurskennt kukl. Virðingarfyllst, Elías Davíðsson 13. júní 2006

Færslur

SHA_forsida_top

Leynd og lausir endar

Leynd og lausir endar

Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður skrifar á heimasíðu sinni 2. október: Herinn er farinn. 55 ára …

SHA_forsida_top

Umræður á Alþingi um varnarmál

Umræður á Alþingi um varnarmál

Miðvikudaginn 4. október flutti forsætisráðherra munnlega skýrslu á Alþingi um varnarmál sem síðan var til …

SHA_forsida_top

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska …

SHA_forsida_top

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Þjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn …

SHA_forsida_top

Plógjárn úr sverðum...

Plógjárn úr sverðum...

Um framtíð Keflavíkurflugvallar Þessi grein séra Halldórs Reynissonar birtist í Morgunblaðinu 3. október og …

SHA_forsida_top

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja í Friðarhúsi óformlegt erindi um …

SHA_forsida_top

Undirlægjuhættinum linni

Undirlægjuhættinum linni

Erindi flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði, sem haldinn var til að fagna brottför bandaríska …

SHA_forsida_top

Suðurnesjaferð SHA

Suðurnesjaferð SHA

SHA skipuleggja rútuferð að herstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli undir leiðsögn - og fagna brottför hersins.

SHA_forsida_top

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Í dag, sunnudaginn 1. október, fór hópur herstöðvaandstæðinga um Suðurnes til að sannreyna að bandaríski …

SHA_forsida_top

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Allir velkomnir. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Amal Tamimi segir frá daglegu lífi á …

SHA_forsida_top

Kræsingar í Friðarhúsi

Kræsingar í Friðarhúsi

Hinar mánaðrlegu fjáröflunarmáltíðir Friðarhúss hefjast á ný eftir sumarið fös. 29. september. Borðhald hefst …

SHA_forsida_top

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi sl. laugardag: Aðalfundur Kjördæmisráðs …