BREYTA

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní 2006), er greint frá því að samkvæmt mati „bandarískra sérfræðinga í erlendum málefnum og hryðjuverkum“ eru sjálfsvígssprengingar „alvarlegasta ógnin við Bandaríkin en hvorki efnavopn, sýklavopn né kjarnavopn.“ Ef látið er liggja milli hluta hver hafi framið árásirnar 11. september 2001, hefur enginn einstaklingur látist í Bandaríkjunum af völdum sjálfsvígssprenginga á s.l. 10 árum. Þar sem tiltölulega fáir einstaklingar deyja árlega í heiminum í hryðjuverkaárásum (í samanburði við aðrar dánarorsakir), er þess gætt að flagga ekki þessum tölum. Hætt er við að almenningur gleypi ekki við goðsögninni um hryðjuverkaógnina. Nýjasta skýrslan um umfang hryðjuverka í heiminum heitir „Country Reports on Terrorism 2005“ sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útbýr árlega. Hún er fáanleg hér (á pdf-formi, sjá einnig hér ). Skýrslan er 292 bls. löng. Á bls. 289 (!) eru loksins tölur um fjölda bandarískra þegna sem dóu árið 2005 í hryðjuverkaárásum. Þar uppgötvar maður að 56 bandarískir borgarar (utan hermanna) létust það ár í hryðjuverkaárásum (þ.m.t. sjálfsvígsárásum) í heiminum. Af þeim dóu 47 manns í Írak en enginn í Norður-Ameríku. Þetta eru öll ósköpin sem leiða til þess að 117 „sérfræðingar“ telji sjálfsvígssprengingar „alvarlegustu ógnina við Bandaríkin.“ Tölur um fyrri ár hef ég birt í erindi um hryðjuverk sem ég flutti á ráðstefnu lögfræðinga í París í júní 2005. Erindið heitir „The War on Terrorism: A Double Fraud Upon Humanity“ (fáanlegt á pdf-formi hér). Þær segja svipaða sögu. RÚV ætti frekar að birta skjalfestar tölfræðilegar upplýsingar um fórnarlömb hryðjuverka, m.a. í samanburði við aðra vá, en áróðurskennt kukl. Virðingarfyllst, Elías Davíðsson 13. júní 2006

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …