BREYTA

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

wsf 2007 2 Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var haldið í Nairobi í Kenía 20.-25. janúar 2007. Fyrsta þingið var haldið í Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001 og þar var það haldið aftur næstu tvö árin. Mikil áhersla hefur verið lögð á að halda þingið í Rómönsku-Ameríku, Afríku eða Asíu frekar en Evrópu eða Norður-Ameríku til að auka hlut hinna fátækari þjóða. Þingið varð strax mjög fjölsótt og þó margfaldaðist fjöldinn sem sótti það annað og þriðja árið og fór þá hátt í 100 þúsund manns. Það er auðvitað gríðarlega stórt verkefni að skipuleggja svona þing og Porto Alegre var valin sem fundarstaður fyrstu árin vegna velvilja borgaryfirvalda þar, enda hafa fæst þeirra ótal samtaka sem að þessu koma úr miklu sjóðum að ausa. En það stóð alltaf til að halda þingið í annarri heimsálfu og 2004 var því valin staður í Mumbai (áður Bombay) á Indlandi. Þar voru borgaryfirvöld reyndar ekki eins hagstæð og í Porto Alegre en hins vegar eru öflug samtök og hreyfingar á Indlandi sem gátu tekið verkefnið að sér í samvinnu við hina alþjóðlegu verkefnisstjórn. Þingið á Indlandi tókst vel og enn sóttu þingið hátt í 100 þúsund manns. Næsta ár, 2005, var þingið aftur flutt til Porto Alegre og var nú fjölmennara en nokkru sinni fyrr, skráðir þátttakendur voru 155 þúsund manns. En draumurinn var að halda þingið í Afríku þar sem brýn þörf var á að styrkja hinar félagslegu hreyfingar sem á undanförnum áratug hafa verið miklu sterkari í Asíu og Rómönsku-Ameríku auk Evrópu og Norður-Ameríku. Til að létta aðeins á var nú ákveðið að hafa þingið á þremur stöðum í þremur heimsálfum, í Caracas í Venesúela, Karachi í Pakistan og Bamako í Malí. Fulltrúar frá Íslandi voru í Caracas og Bamako eins og sagt var frá hér á Friðarvefnum í fyrra. Þessir fundir tókust með ágætum og með reynsluna frá Bamako ákveðið var að halda þingið á einum stað í Afríku árið 2007, í Nairobi í Kenýa. Um 80 þúsund manns voru við opnun þingsins 20. janúar og tugir þúsunda tóku þátt í meira en eitt þúsund fundum og öðrum samkomum sem haldnir voru á þinginu. Nánari upplýsingar má fá í WSF-útgáfu Terraviva. Terraviva er sérstök útgáfa Inter Press Service til að fjalla um atburði eins og WSF eða hinar stóru ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig heimasíðu WSF og vefsíðu WSF 2007.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …