BREYTA

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

wsf 2007 2 Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var haldið í Nairobi í Kenía 20.-25. janúar 2007. Fyrsta þingið var haldið í Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001 og þar var það haldið aftur næstu tvö árin. Mikil áhersla hefur verið lögð á að halda þingið í Rómönsku-Ameríku, Afríku eða Asíu frekar en Evrópu eða Norður-Ameríku til að auka hlut hinna fátækari þjóða. Þingið varð strax mjög fjölsótt og þó margfaldaðist fjöldinn sem sótti það annað og þriðja árið og fór þá hátt í 100 þúsund manns. Það er auðvitað gríðarlega stórt verkefni að skipuleggja svona þing og Porto Alegre var valin sem fundarstaður fyrstu árin vegna velvilja borgaryfirvalda þar, enda hafa fæst þeirra ótal samtaka sem að þessu koma úr miklu sjóðum að ausa. En það stóð alltaf til að halda þingið í annarri heimsálfu og 2004 var því valin staður í Mumbai (áður Bombay) á Indlandi. Þar voru borgaryfirvöld reyndar ekki eins hagstæð og í Porto Alegre en hins vegar eru öflug samtök og hreyfingar á Indlandi sem gátu tekið verkefnið að sér í samvinnu við hina alþjóðlegu verkefnisstjórn. Þingið á Indlandi tókst vel og enn sóttu þingið hátt í 100 þúsund manns. Næsta ár, 2005, var þingið aftur flutt til Porto Alegre og var nú fjölmennara en nokkru sinni fyrr, skráðir þátttakendur voru 155 þúsund manns. En draumurinn var að halda þingið í Afríku þar sem brýn þörf var á að styrkja hinar félagslegu hreyfingar sem á undanförnum áratug hafa verið miklu sterkari í Asíu og Rómönsku-Ameríku auk Evrópu og Norður-Ameríku. Til að létta aðeins á var nú ákveðið að hafa þingið á þremur stöðum í þremur heimsálfum, í Caracas í Venesúela, Karachi í Pakistan og Bamako í Malí. Fulltrúar frá Íslandi voru í Caracas og Bamako eins og sagt var frá hér á Friðarvefnum í fyrra. Þessir fundir tókust með ágætum og með reynsluna frá Bamako ákveðið var að halda þingið á einum stað í Afríku árið 2007, í Nairobi í Kenýa. Um 80 þúsund manns voru við opnun þingsins 20. janúar og tugir þúsunda tóku þátt í meira en eitt þúsund fundum og öðrum samkomum sem haldnir voru á þinginu. Nánari upplýsingar má fá í WSF-útgáfu Terraviva. Terraviva er sérstök útgáfa Inter Press Service til að fjalla um atburði eins og WSF eða hinar stóru ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig heimasíðu WSF og vefsíðu WSF 2007.

Færslur

SHA_forsida_top

Af vörnum landsins

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að …

SHA_forsida_top

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

Pólitísk listahátíð 19.-22. júní Í dag, 19. júní, hefst pólitísk listahátíð í Reykjavík, þar sem …

SHA_forsida_top

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Næstkomandi sunnudag, 22. júní, verður alþjóðlegt átak til stuðnings baráttunni gegn fyrirhugaðri uppsetningu gagneldflauga í …

SHA_forsida_top

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftirfarandi grein Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2008. Í tilefni þess …

SHA_forsida_top

„Það er okkar að skrifa söguna“

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

eftir Einar Ólafsson Í Morgunblaðinu 3. júní birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undir …

SHA_forsida_top

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Aðfararnótt föstudagsins 30. maí samþykkti Alþingi einum rómi eftirfarandi ályktun: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á …

SHA_forsida_top

Píningarbekkur á Austurvelli

Píningarbekkur á Austurvelli

Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Matseðillinn: …

SHA_forsida_top

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanleg til Íslands næstkomandi föstudag til fundar við utanríkisráðherra Íslands, …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Guðrún …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, húsið opnar 18:30.

SHA_forsida_top

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

SHA_forsida_top

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Samtökin "Matur ekki einkaþotur" gefa mat á Lækjartorgi klukkan 14 alla laugardaga. Þessi samtök, sem …