BREYTA

Skömmin

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust út í landinu í kjölfarið olli miklum hörmungum. Varfærnustu áætlanir segja fjölda fórnarlamba rúmlega 100 þúsund. Aðrir telja töluna margfalt hærri. Gríðarlegur fjöldi fólks er enn á vergangi vegna stríðsins og enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum þess, til að mynda varð óöldin í Írak til að ýta undir borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Til Íraksstríðsins var stofnað með upplognum tylliástæðum, eins og margoft hefur verið rakið síðan. Þrátt fyrir margvíslegar falsanir og blekkingar, tókst Bandaríkjamönnum og Bretum ekki að sannfæra Sameinuðu þjóðirnar um réttmæti innrásar. Þar sem ráðamenn í Washington og Lundúnum töldu sig þurfa að ljá aðgerðum sínum blæ alþjóðlegrar viðurkenningar, gripu þeir til óvenjulegs ráðs: safnað var á meðmælendalista „staðfastra þjóða". Forystumenn ríkisstjórnar Íslands á þeim tíma ákváðu að leggja þessari meðmælendasöfnun lið sitt og bættu Íslandi á listann. Ekki er ljóst hvort þeir hafi í raun gert sér skýra grein fyrir því hvað í skuldbindingunni fælist eða hvernig listinn yrði notaður. Markmiðið var þó öllu augljósara: formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu sér vonir um að liðveislan yrði launuð með lengri hersetu á Miðnesheiði. Líklegt má telja að stuðningurinn við Íraksstríðið hafi framlengt líf herstöðvarinnar um rúmlega ár. Stuðningsyfirlýsingin fyrir áratug er einhver ömurlegasti bletturinn á utanríkismálasögu Íslendinga síðustu áratugina. Með því lögðum við okkar af mörkum til að greiða fyrir blóðugri styrjöld og grófum í leiðinni undan mikilvægum alþjóðastofnunum. Það er umhugsunarvert að enn í dag heimili stjórnskipan okkar að utanríkisráðherra geti upp á sitt einsdæmi gert Ísland að stuðningsaðila styrjalda í fjarlægum löndum. Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga (Greinin birtist einnig í Fréttablaðinu.)

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …