BREYTA

Skömmin

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust út í landinu í kjölfarið olli miklum hörmungum. Varfærnustu áætlanir segja fjölda fórnarlamba rúmlega 100 þúsund. Aðrir telja töluna margfalt hærri. Gríðarlegur fjöldi fólks er enn á vergangi vegna stríðsins og enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum þess, til að mynda varð óöldin í Írak til að ýta undir borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Til Íraksstríðsins var stofnað með upplognum tylliástæðum, eins og margoft hefur verið rakið síðan. Þrátt fyrir margvíslegar falsanir og blekkingar, tókst Bandaríkjamönnum og Bretum ekki að sannfæra Sameinuðu þjóðirnar um réttmæti innrásar. Þar sem ráðamenn í Washington og Lundúnum töldu sig þurfa að ljá aðgerðum sínum blæ alþjóðlegrar viðurkenningar, gripu þeir til óvenjulegs ráðs: safnað var á meðmælendalista „staðfastra þjóða". Forystumenn ríkisstjórnar Íslands á þeim tíma ákváðu að leggja þessari meðmælendasöfnun lið sitt og bættu Íslandi á listann. Ekki er ljóst hvort þeir hafi í raun gert sér skýra grein fyrir því hvað í skuldbindingunni fælist eða hvernig listinn yrði notaður. Markmiðið var þó öllu augljósara: formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu sér vonir um að liðveislan yrði launuð með lengri hersetu á Miðnesheiði. Líklegt má telja að stuðningurinn við Íraksstríðið hafi framlengt líf herstöðvarinnar um rúmlega ár. Stuðningsyfirlýsingin fyrir áratug er einhver ömurlegasti bletturinn á utanríkismálasögu Íslendinga síðustu áratugina. Með því lögðum við okkar af mörkum til að greiða fyrir blóðugri styrjöld og grófum í leiðinni undan mikilvægum alþjóðastofnunum. Það er umhugsunarvert að enn í dag heimili stjórnskipan okkar að utanríkisráðherra geti upp á sitt einsdæmi gert Ísland að stuðningsaðila styrjalda í fjarlægum löndum. Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga (Greinin birtist einnig í Fréttablaðinu.)

Færslur

SHA_forsida_top

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. …

SHA_forsida_top

Dagskrá næstu daga

Dagskrá næstu daga

Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna. Föstudagskvöldið 29. september …

SHA_forsida_top

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart …

SHA_forsida_top

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Frá Hafnarfjarðarkirkju Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO og Ísrael

NATO og Ísrael

Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru …

SHA_forsida_top

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, …

SHA_forsida_top

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn: Hugmynd um …

SHA_forsida_top

Snautleg brottför

Snautleg brottför

Á vefritinu Múrnum 11. september fjallaði Ármann Jakobsson um snautlega brottför bandaríska hersins og tilgangsleysi …

SHA_forsida_top

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. …

SHA_forsida_top

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í dag, 11. september: Fréttablaðið, 11. …

SHA_forsida_top

NATO: hernámslið í Afganistan

NATO: hernámslið í Afganistan

Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn …

SHA_forsida_top

Við hvað erum við hrædd?

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.