BREYTA

Skömmin

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust út í landinu í kjölfarið olli miklum hörmungum. Varfærnustu áætlanir segja fjölda fórnarlamba rúmlega 100 þúsund. Aðrir telja töluna margfalt hærri. Gríðarlegur fjöldi fólks er enn á vergangi vegna stríðsins og enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum þess, til að mynda varð óöldin í Írak til að ýta undir borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Til Íraksstríðsins var stofnað með upplognum tylliástæðum, eins og margoft hefur verið rakið síðan. Þrátt fyrir margvíslegar falsanir og blekkingar, tókst Bandaríkjamönnum og Bretum ekki að sannfæra Sameinuðu þjóðirnar um réttmæti innrásar. Þar sem ráðamenn í Washington og Lundúnum töldu sig þurfa að ljá aðgerðum sínum blæ alþjóðlegrar viðurkenningar, gripu þeir til óvenjulegs ráðs: safnað var á meðmælendalista „staðfastra þjóða". Forystumenn ríkisstjórnar Íslands á þeim tíma ákváðu að leggja þessari meðmælendasöfnun lið sitt og bættu Íslandi á listann. Ekki er ljóst hvort þeir hafi í raun gert sér skýra grein fyrir því hvað í skuldbindingunni fælist eða hvernig listinn yrði notaður. Markmiðið var þó öllu augljósara: formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu sér vonir um að liðveislan yrði launuð með lengri hersetu á Miðnesheiði. Líklegt má telja að stuðningurinn við Íraksstríðið hafi framlengt líf herstöðvarinnar um rúmlega ár. Stuðningsyfirlýsingin fyrir áratug er einhver ömurlegasti bletturinn á utanríkismálasögu Íslendinga síðustu áratugina. Með því lögðum við okkar af mörkum til að greiða fyrir blóðugri styrjöld og grófum í leiðinni undan mikilvægum alþjóðastofnunum. Það er umhugsunarvert að enn í dag heimili stjórnskipan okkar að utanríkisráðherra geti upp á sitt einsdæmi gert Ísland að stuðningsaðila styrjalda í fjarlægum löndum. Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga (Greinin birtist einnig í Fréttablaðinu.)

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …