BREYTA

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

eftir Jan Øberg TFF 20 ára Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research (TFF), sem er friðarstofnun í Lundi í Svíþjóð, en á þessu ári eru 20 ár liðin síðan hún var sett á fót. Øberg var gestur Samtaka herstöðvaandstæðinga á alþjóðlegu friðarráðstefnunni Friðsæl framtíð, sem var haldin í Reykjavík í maí 2002, og hélt þar erindi. Hann hefur beitt sér fyrir friðsamlegri lausn deilumála og kynnt sér orsakir og þróun deilumála og styrjalda víða um heim. Heimasíða TFF, www.transnational.org, er full af fróðleik um þessi málefni og þar birtast hugleiðingar og greiningar Øbergs og félaga hans um málefni líðandi stundar. Eftirfarandi grein birtist á vefsíðunni 7. febrúar á ensku en mun einnig koma þar á dönsku og sænsku. Hér er hún birt í íslenskri þýðingu með góðfúslegu leyfi höfundar. Teikningar Jótlandspóstsins eru merkingahlaðnar skopmyndir. Þær tengja Spámanninn við hryðjuverk, glæpi og kúgun kvenna. Engin þeirra stuðlar á nokkurn átt að samræðum, aukinni þekkingu eða gagnkvæmum skilningi milli Dana og múslíma, sem svo sannarlega er þörf á. Þær eru illkvittnar. Hin ofsafengnu viðbrögð við þeim kunna að valda undrun. En í samhengi við okkar hnattvædda samtíma ber birting myndanna vott um hugsunarleysi og hafði í raun engan tilgang. Hún ber vott um svo mikinn skort á góðum (blaðamanna-) mannasiðum að manni ofbýður. Verra er þó að danska ríkisstjórnin skildi hvorki málið í sjálfu sér né þörfina á að draga úr skaðanum svo fljótt sem auðið varð. Forsætisráðherrann, Fogh Rasmussen, lokaði strax á allar samræður með því að fylgja fordæminu varðandi stefnu Dana gagnvart Írak og í innflytjendamálum: samkvæmt skilgreiningu gerum við engin mistök og við þurfum ekkert að læra af öðrum. Ef ríkisstjórnin hefði botnað eitthvað í umheimi okkar og samtíma hefði hún lagt áherslu á rétt Jótlandspóstsins til að birta skopmyndirnar en jafnframt notað tækifærið til að taka skýra afstöðu gegn svona skaðlegu og ögrandi athæfi. Blaðamannafundur forsætisráðherrans og utanríkisráðherrans 7. febrúar bætti litlu við öðru en áframhaldandi sjálfshælni án nokkurs merkis um iðrun, afsökunarbeiðni eða sáttvísi. Áhersla forsætisráðherrans á að hann nyti fulls stuðnings George W. Bush – í ræðu til hins múlímska heims – sýnir að hann hefur átakanlega lítinn skilning á veröldinni. Við hljótum að fagna því að ritstjóri Jótlandspóstsins hefur beðist afsökunar á því að hafa ögrað svo mörgum og sært, en það hafi ekki verið meiningin (30. janúar 2006). Hann heldur því fram að teikningarnar hafi verið birtar sem liður í „viðvarandi umræðum um tjáningarfrelsið sem er okkur svo miklisvert“. Gott og vel – en hvílík menningarleg staurblindni! Tjáningarfrelsisrökin hljóma fölsk. Að frjáls fjölmiðlun sé til er í besta falli takmörkuð sannindi. Hvernig venjulegir vestrænir fjölmiðlar fjalla um sum málefni samtímans, svo sem þátttöku ríkisstjórna þeirra í styrjöldum, er einungis eitt af mörgum dæmum um sjálfsritskoðun og áróður í þjónustu valdsins frekar en sannleikur og frelsi í skoðanamótun. Frelsi fjölmiðla hefur líka alltaf falið í sér frelsi til að vanrækja sannleikann og ýta honum til hliðar – til dæmis sannleikanum um hvernig og hvers vegna milljarðar fólks lifa við stöðuga örbirgð. Og það hefur falið í sér afstöðu með stefnu stjórnvalda frekar en hagmunum samfélagsins. Í öðru lagi fylgir tjáningarfrelsinu ábyrgð. Það jafngildir ekki rétti til að auðmýkja, særa, ærumeiða eða rægja. Persónulegur þroski sem og siðfáguð framkoma snýst líka um dómgreind og hvað sé við hæfi að segja og hvenær – og hvers vegna. Blaðamenn geta sýnt virðingu, kurteisi, samúð og háttprýði gagnvart öðru fólki – eða er það ekki? Í þriðja lagi, þá vita það allir sem hafa farið út fyrir sitt menningarsvæði að tjáningarfrelsi og svokölluð almennt viðurkennd gildi verður að túlka í réttu samhengi. Engin menning og ekkert samfélag vill láta útlendinga þröngva sínum skilningi upp á það. Hinn venjulegi Vesturlandabúi – kennari heimsins, aldrei nemandi – mundi aldrei sætta sig við að hindúar eða múslímar þröngvi sínum túlkunum upp á þau gildi sem hann hefur í daglegu lífi sínu. Ég er danskur borgari en hef búið í Svíþjóð í 33 ár. Tímabundið hef ég starfað í Sómalíu, á Balkanskaga, í Japan, Búrúndí og víðar. Það sem hefur verið að gerast í Danmörku er mér óskiljanlegt bæði sem Dana og menntamanni. Ég er hræddur, jafnvel skelkaður, þegar ég íhuga afleiðingarnar af því sem ég vil kalla vestræna sjálfupphafningu og menningarlegan yfirgang og stofnanagerða kynþáttahyggju. Samfélagið er orðið svo gegnsýrt af þessu og þetta er orðið svo “eðlilegt“ eftir lok kalda stríðsins að hvorki Danir né aðrir Vesturlandabúar almennt virðast sjá það. Með stríðinu gegn hryðjuverkum erum við þegar lent í nýju köldu stríði. Og fyrir því er engin réttlætanleg ástæða önnur en mannleg heimska sem stafar af menningarlegum hroka og skorti á sjálfsgagnrýni og samúð. Mér dettur ekki í huga að skopmyndirnar af Múhameð eða rökin um frelsi fjölmiðla séu annað en liður í menningarlegri blindni og auðmýkjandi framkomu gagnvart fólki utan Vesturlanda. Þetta byggist á aldagamalli hefð fyrir auðmýkingu og tilfinningaleysi gagnvart „hinum“. Dönsk stjórnmál eru orðin svo gersamlega laus við skilning gagnvart öðrum að danski utanríkisráðherrann, Stig Møller, tönnlast á sama orðinu: Óafsakanlegt! – en á þá ekki við stefnu sinnar eigin ríkisstjórnar í innflytjendamálum eða þátttöku hennar í þjóðarmorði og fjöldamorðum í Írak, heldur – já, auðvitað – viðbrögð múslíma víða um heim. Í síauknum mæli eru Danir sýndir sem fórnarlambið en viðbrögð múslíma sem yfirdrifin. Fáir Danir og fáir danskir fjölmiðlar virðast tilbúnir til að setja málið í víðara samhengi og spyrja hvort stefna Danmerkur – Írak, innflytjendamál, fordómar gagnvart múslímum – gæti verið helsta orsökin fyrir öllu þessu. Gerum ráð fyrir að Danir og danskir stjórnmálamenn hafi enn siðfágun og mannlegan þroska. Ef svo er ættu þeir nú að viðurkenna að það er kominn tími til sýna hógværð, líta í eigin barm, biðjast afsökunar og leita sátta. Siðmenning sem ekki er fær um það fer hnignandi og verður í hnignun sinni líka hættuleg sér og öðrum. Hún verður siðmenning skúrksins. Þessa dagana óttast ég að vestræn menning muni í æ ríkari mæli skorta samúð og verða ófær um opnar rökræður. Því miður! Fæðingarland mitt er nú skúrkaríki í augum milljóna manna. Hvort þetta er réttur dómur eða ekki er ekki málið. Málið er að núverandi stefna danskra stjórnvalda er meginástæða þess að milljónir manna eru þessarar skoðunar. Við erum hugsanlega að verða vitni að upphafinu á þróun í átt að hörmungum sem eiga sér vart sinn líka.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í úleigu

Friðarhús í úleigu

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

SHA_forsida_top

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína

Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

SHA_forsida_top

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

SHA_forsida_top

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.