BREYTA

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu austur til stuðningsríkja sinna við Persaflóa og ennfremur austur á Kínahaf. Obama og Clinton segja bæði ítrekað: „engin meðul eru útilokuð“ í viðureigninni við Írani. Þá meina þau „taktísk“ kjarnorkuvopn. Árás á Sýrland er stórmál. Árás á Íran er þó miklu stærra mál: Miðausturlönd í bál og brand með hringverkanir um allan heim. Enda snýst árás á Íran ekki um Íran. Hún snýst um heimsyfirráð. Nú er ófriðvænna á jarðarkringlunni en verið hefur frá 1945. Kreppa og stríð eru nátengd. Í valdatafli heimsveldanna eru gömlu stórveldin, Vesturveldin undir forustu USA, á undanhaldi á mörkuðum vöru og fjármagns og standa frammi fyrir ört dýpkandi kreppu. Staðan er um margt lík því sem hún var upp úr 1930, kreppu fylgja harðnandi stjórnmál, réttindi þegnanna eru skert, ófriðarskýin hrannast upp. Munurinn er helst sá að þá (og einnig fyrir fyrri heimsstyrjöld) var það ungt efnahagsveldi (Þýskaland) sem sýndi mesta árásarhneigð. Það kom seint að veisluborðinu og þurfti að ryðja sér til rúms með valdi. Nú eru hins vegar gömlu heimsveldin grimmust, þau reyna að viðhalda stöðu sinni með kjafti og klóm. Þessi hliðstæða við fyrri heimskreppu kapítalismans er lærdómsrík. Önnur hliðstæða er þó nær og beinni. Yfirstandandi leikrit um kjarnorkuáætlun Írana, og meðfylgjandi refsiaðgerðir og hótanir, er einfaldlega endurflutt stórveldaleikrit frá árunum 2001-2003. Þá fylktu Bandaríkin liði sínu og fjölmiðlaneti, breyttu Saddam Hússein í skrímsli og léku útpælda blekkingarleiki – í fjölmiðlum og bak við tjöldin – og réðust svo á Írak. Átyllan var sú sama og nú: Hann hefur gjöreyðingarvopn! Dugir nákvæmlega sama sjónarspil virkilega á okkur tvisvar? Afganistan, Írak, Líbía, Sýrland og Íran hafa ýmist orðið fyrir innrás eða hafa hana hangandi yfir sér. Össurar allra Vesturlanda sameinast og segja að þær íhlutanir snúist um mannúð og lýðræði. Þeir vita að það er lygi. Ástæðurnar eru aðrar. Miðausturlönd eru efnahagslegt lykilsvæði, hafandi mestan olíuforða heimsins. Íhlutanirnar eru gamaldags ránsleiðangrar eftir svarta gullinu. Fleira kemur þó til. Öll þessi ríki tilheyra óformlegu ríkjabandalagi gegn yfirdrottnun Vesturlanda. Þau eru stuðningsríki helstu keppinauta þeirra, Kínverja og Rússa. Það er glæpur. Þetta tvennt nægir þó ekki til að skýra afar herskáa hegðun Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Þar við bætist gjaldmiðlastríð sem tengist stöðu dollarsins. Eftir að dollarinn varð heimsgjaldeyrir (Bretton Woods kerfið eftir 1945) og aðrir gjaldmiðlar voru bundnir við hann neyddi það þjóðir heims til að að versla í dollurum og kaupa amerískar vörur, og seðlabanka heimsins til að safna varasjóðum í dollurum. Olíu- og orkuviðskipti fara til dæmis að mestu fram í dollurum. Þegar versla skal með olíu verða ríkin að skaffa sér dollara, þ.e.a.s að versla við USA, kaupa bandarísk ríkisskuldabréf m.m. – og þar með að fjármagna bandarískan ríkisfjárhalla og viðskiptahalla – á meðan Bandaríkin rétta hallann einfaldlega með því að prenta fleiri dollara. Nú er svo komið að peningamagn Bandaríkjanna er fjórfalt meira en verðgildi allra bandarískra eigna, eigna sem eru veðsettar margfaldlega upp í topp fyrir skuldunum. Staðreyndin er sú að fjármálakerfi Bandaríkjanna og jafnframt drottnunarstaða þeirra á heimsvísu er stendur og fellur með þessari drottnunarstöðu dollarsins. Sú staðreynd skýrir betur en annað dæmafáa árasarhneigð þeirra á seinni árum. Staða dollarsins skal varin. Höfuðglæpur framantalinna ríkja er sá að ógna henni. Versti glæpur Saddams Hússein var að auglýsa árið 2000 að hann myndi færa olíuviðskipti Íraks yfir í evrur eftir fjögur ár. Þremur árum síðar réðust USA og bandamenn á landið. Síðan hafa fleiri raddir talað fyrir því að hnekkja stöðu dollarsins, m.a. Vladimir Pútín. Muammar Gaddafí fór fyrir hreyfingu um ný samtök Afríkuríkja og nýtt fjármálakerfi þeirra þar sem sameiginlegur gjaldmiðill þeirra yrði gulldínar í stað dollars. Hreyfing þessi hafði mikið fylgi og beinar aðgerðir voru undirbúnar – en voru stöðvaðar með innrásinni í Líbíu. Það ríki sem eftir 2005 hefur skýrast og ítrekað hvatt til að hnekkja stöðu dollarsins eru Íranir. Þeir kalla hann „ekki lengur pening heldur pappírsrusl“. Viðbrögð heimspressunnar eru að kalla Íran alræðisríki og ógnun við heiminn. Svo koma æ fleiri refisaðgerðir og æ opinskárri stríðshótanir gegn Íran. Sjáið þið samhengið? Trompspil Vesturveldanna eru tvö: Hernaðaryfirburðir og (vestræna) heimspressan. Heimspressan er jafn virk í stríðsæsingum og bresk og þýsk blöð voru 1914. Hún er hljóðfæri sem heimsvaldasinnar spila á. Þeir búa þar til blóraböggla og skúrka eftir þörfum, búa til tilefni og tækifæri til íhlutana vítt um lönd. Stóru fréttastofur heimsvaldasinna slá taktinn og yfir 95% vestrænna fréttamanna hreyfa kjafta sína í þeim takti. Nú gelta þeir um glæpi kerkastjórnarinnar í Íran og Sýrlandsforseta. En t.d. um heimsvaldakerfi dollarsins? Ekki orð. Viðbætir Grein þessi lá hjá Fréttablaðinu í mánuð. Síðan hefur það gerst að vestræna Blokkin herðir umsátrið um Sýrland en Rússar og Kínverjar andæfa. Auk þess hefur ESB sett olíuviðskiptabann á Íran en Íranir beygja sig ekki. Það er merki um að Bandaríkin hafi tuktað ESB til traustara fylgis við sig. Innan heimskapítalismans hefur lengi sést viðleitni einstakra hagkerfa til að losna úr heljargreipum dollarimperíalismans. Sundrungin í aðdraganda Íraksstríðsins 2003 var merki um þetta: ESB-veldin (einkum Frakkland og Þýskaland) virtust ætla að skora Sam frænda á hólm og taka tilboði Saddams um olíuviðskipti í evrum. Bush og Obama hafa svarað með því að ógna eða múta á víxl. Aðgerðirnar gegn Íran eru sálfræðistríð, til þess hugsað að hræða öll ríki frá því að óhlýðnast stóra bróður. Staðfesta Írana verður afgerandi um það hversu lengi heljarkrumlur dollarimperíalismans ná að halda takinu. Tíminn vinnur með Írönum – ef þeir fá hann.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …