BREYTA

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Nýverið kom út vegleg söngbók með norrænum baráttuljóðum, en undirbúningur útgáfunnar hefur staðið í mörg ár. Söngbók þessi var kynnt með glæsilegri dagskrá í Norræna húsinu og víðar. Danski tónlistarmaðurinn Per Warming var meðal þátttakenda í kynningunni, en auk þess að vera kunnur fyrir tónsmíðar sínar er hann vinsæll fyrirlesari um sögu og þróun róttækra baráttusöngva. Samið hefur verið um að Per Warming muni koma fram í Friðarhúsi n.k. þriðjudagskvöld, 22. apríl kl. 20 í boði SHA. Þar mun hann falla um baráttusöngva í máli og tónum. Þessu má enginn áhugamaður um tónlist og pólitík missa af! * * * Miðvikudagskvöldið 23. apríl kl. 20 munu Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni á alþjóðlega friðarráðstefnu í Kaíró á opnum félagsfundi SHA. Spurningar og umræður verða að erindi loknu. Um Kaíró-ráðstefnurnar, sjá: ////antiwar/kairo 5. ráðstefnan 29. mars - 1. apríl 2007 Yfirlýsing 5. ráðstefnunnar

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …