BREYTA

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir metnaðarfullum málstefnum, fyrirlestrum og myndasýningum um hvers kyns róttæk pólitísk málefni. Atburðir eru haldnir í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar í JL-húsinu Hringbraut 121. Lesa má námsskrá skólans með öllum helstu viðburðum hér. Sérstök ástæða er til að sýningu kvikmyndarinnar Dirty Wars n.k. sunnudag kl. 17:30 til 20:45. (Boðið er upp á ókeypis mat í hléi.) Um Dirty Wars-myndina segir í kynningu sumarháskólans: Árið 2013 komu út bókin Dirty Wars og heimildamynd með sama nafni eftir bandaríska blaðamanninn Jeremy Scahill. Scahill hafði áður gefið út bókina Blackwater: The Rise of the World’s Most Powerful Mercenary Army, en hún var mikilvægt innlegg í umræðuna um hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum og einkavæðingu hernaðar. Dirty Wars hefur hlotið mikla athygli og var myndin m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildamynda. Dirty Wars segir frá leynilegum hernaðaraðgerðum bandaríska hersins í Afganistan, Sómalíu og Jemen sem sérstök deild innan hersins, Joint Special Opperations Command eða JSOC, stendur fyrir. JSOC sér meðal annars um að drepa fólk sem sett hefur verið á vígalista bandarískra stjórnvalda. Listinn er leynilegur, og dæmi eru um að jafnvel bandarískir ríkisborgarar hafi lent á honum, en hann á að innihalda hættulega óvini ríkisins og er samþykktur af forseta Bandaríkjanna. Allir eru velkomnir á sýninguna. Aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun er ágætt en þó eru tveir þröskuldar á leiðinni frá bílaplani og upp á 4. hæð. Aðgengileg salerni eru á 3. hæð.

Færslur

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktun um brottför hersins

Ályktun um brottför hersins

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

SHA_forsida_top

Íslendingar hafni pyntingum

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn stríðsæsingum

Ályktun gegn stríðsæsingum

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

SHA_forsida_top

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Sagan

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

SHA_forsida_top

Lög SHA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

SHA_forsida_top

Um SHA

Um SHA

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

SHA_forsida_top

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur SHA

Opinn miðnefndarfundur SHA

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …