BREYTA

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir metnaðarfullum málstefnum, fyrirlestrum og myndasýningum um hvers kyns róttæk pólitísk málefni. Atburðir eru haldnir í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar í JL-húsinu Hringbraut 121. Lesa má námsskrá skólans með öllum helstu viðburðum hér. Sérstök ástæða er til að sýningu kvikmyndarinnar Dirty Wars n.k. sunnudag kl. 17:30 til 20:45. (Boðið er upp á ókeypis mat í hléi.) Um Dirty Wars-myndina segir í kynningu sumarháskólans: Árið 2013 komu út bókin Dirty Wars og heimildamynd með sama nafni eftir bandaríska blaðamanninn Jeremy Scahill. Scahill hafði áður gefið út bókina Blackwater: The Rise of the World’s Most Powerful Mercenary Army, en hún var mikilvægt innlegg í umræðuna um hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum og einkavæðingu hernaðar. Dirty Wars hefur hlotið mikla athygli og var myndin m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildamynda. Dirty Wars segir frá leynilegum hernaðaraðgerðum bandaríska hersins í Afganistan, Sómalíu og Jemen sem sérstök deild innan hersins, Joint Special Opperations Command eða JSOC, stendur fyrir. JSOC sér meðal annars um að drepa fólk sem sett hefur verið á vígalista bandarískra stjórnvalda. Listinn er leynilegur, og dæmi eru um að jafnvel bandarískir ríkisborgarar hafi lent á honum, en hann á að innihalda hættulega óvini ríkisins og er samþykktur af forseta Bandaríkjanna. Allir eru velkomnir á sýninguna. Aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun er ágætt en þó eru tveir þröskuldar á leiðinni frá bílaplani og upp á 4. hæð. Aðgengileg salerni eru á 3. hæð.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …