BREYTA

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu hroðalega vopni. Tilvitnunin að ofan er ekki úr fengin úr bók einhvers róttæks sagnfræðings eða bláeygðs friðarsinna. Hún er höfð eftir Dwight Eisenhower, yfirhershöfðingja sveita bandamanna í Evrópu og síðar forseta Bandaríkjanna. Hún er í fullu samræmi við það álit bandarískra sérfræðinga þegar komið var fram á mitt ár 1945 að japanski herinn gæfist upp fyrir árslok, jafnvel þótt hvorki kæmi til innrásar bandarísks herliðs eða Rauði herinn blandaði sér í átökin. Þeir fræðimenn sem ráðist hafa gegn goðsögninni um að kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki hafi verið “óumflýjanlegar” hafa úr nægu að moða og þeirra bestu heimildir eru einmitt skrif og skýrslur Bandaríkjamanna sjálfra. Í ljósi þessa má ótrúlegt heita hversu lífseig hugmyndin um nauðsyn þess að eyða borgunum tveimur hefur reynst í sumum vestrænum fjölmiðlum. Svo litið sé framhjá brjálsemi þeirrar hugmyndar að reyna að réttlæta sprengjuárásir sem þurrkuðu út heilar borgir með “mannúðarrökum”, standast slíkar rökfimiæfingar enga sögulega skoðun. Megintilgangurinn með kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki var tvíþættur. Í fyrsta lagi var markmið Bandaríkjastjórnar að sýna umheiminum mátt hins nýja vopns. Hins vegar réðu innanlandspólitískar ástæður för. Bandaríkjaþing hafði eytt gríðarlegum fjárhæðum til þróunar á kjarnorkusprengjunni og krafðist þess að sjá afrakstur útgjaldanna. Ef sprengjunum hefði ekki verið varpað, var hætt við að Manhattan-áætlunin yrði talin stórkostlegasta dæmi sögunnar um sóun á almannafé og því getað rústað pólitískan feril þeirra sem börðust fyrir henni. Margt gagnrýnivert má segja um stefnu Bandaríkjastjórnar síðustu áratugina, en eitt verður þó að hrósa bandaríska stjórnkerfinu fyrir. Það er hversu litlar hömlur stjórnvöld þar reyna að leggja á birtingu skjala og upplýsinga sem náð hafa tilteknum aldri – hversu vandræðaleg sem opinberun þeirra kann að reynast fyrri valdhöfum. Sagnfræðingar hafa þannig getað kynnt sér í þaula ýmis skjöl er tengjast aðdraganda kjarnorkuárásanna og áætlanir stjórnvalda í Washington í þeim efnum. Þessi gögn leiða berlega í ljós að öll vinna Manhattan-áætlunarinnar miðaðist að því að varpa sprengjunni á Japan. Á fundum æðstu ráðamanna á árinu 1943, þegar Þýskaland Hitlers var ennþá virkur þátttakandi í stríðinu, var aldrei rætt um þann möguleika að beita kjarnorkuvopnum gegn Þýskalandi. Tæknilegar ákvarðanir á byggingarstigi sprengjanna, miðuðust við flugvélar Kyrrahafsflotans og fleira mætti telja til. Fregnir þessar áttu síðar eftir að koma mörgum þeirra vísindamanna sem unnu að gerð kjarnorkusprengjunnar í opna skjöldu, enda margir þeirra Evrópubúar sem töldu sig vinna í kapp við nasista og að vopnið skelfilega yrði notað til að knésetja Þriðja ríkið. Ljóst má vera að bandarískir ráðamenn töldu kjarnorkusprengjuna vera of skelfilegt vopn til að beita gegn kristnum, hvítum íbúum Þýskalands. Falsrökin um að beiting kjarnorkusprengju væri réttlætanleg til að afstýra mögulegu mannfalli í hernaði áttu greinilega ekki við í Evrópu. Í ljósi þessa liggur beint við að álykta að valið á skotmörkum fyrir sýnissprengingarnar hafi byggst á rasískum sjónarmiðum. Nokkuð ber á því að þeir sem fjalla um þessa sögu, reyni að bera blak af þeim mönnum sem tóku ákvörðunina um fjöldamorðin. Er þá stundum gripið til þeirra raka að hana beri að skilja í ljósi aðstæðna, að stærð hamfaranna hafi ekki verið mönnum ljóst eða drápin virst léttvægari í ljósi hörmunga stríðsins. En sú málsvörn er máttlaus, því af umræðum þeirra manna sem ákvörðunina tóku sést að þeir skildu fyllilega umfang þeirra glæpaverka sem þeir ætluðu að fremja. Sprengjurnar sem féllu á Hiroshima og Nagasaki voru stærsta opinbera aftaka sögunnar. Slíka glæpi er aldrei unnt að fyrirgefa. Stefán Pálsso

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.