BREYTA

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver er sögulegur aðdragandi átakanna? Hvaða fylkingar takast á? Við hverju má búast? Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar um stöðuna í Sýrlandi mánudagskvöldið 18. júní kl. 20:30 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og Sverrir Jakobsson sagnfræðingur fylgja umræðum úr hlaði. Allir velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …