BREYTA

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo hjartnæm og bera vott um slíka tryggð að við megum til að birta þau hér á Friðarvefnum um leið og við óskum Staksteinum langra lífdaga og að þeir megi skemmta okkur áfram. Þó má segja að um ofrausn sé að ræða þar eð samtökin eru í fullu fjöri og hafa því miður meira en nóg að gera. Rétt er að leiðrétta það að í nafni samtakanna er orðið herstöðvar í fleirtölu. Enn er ofgnótt herstöðva á vegum Bandaríkjanna víðsvegar um heim. Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga Hlutverki Samtaka herstöðvaandstæðinga er lokið. Því lauk í fyrradag. Það var markmið Samtaka herstöðvaandstæðinga að koma bandaríska varnarliðinu úr landi. Til þess að ná því marki gengu herstöðvaandstæðingar frá Keflavík. Þeir gengu í þágu kommúnismans, sem hrundi með Berlínarmúrnum. Þeir gengu í þágu Stalíns og eftirmanna hans en Stalín var einn helzti fjöldamorðingi 20. aldarinnar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem hnepptu aðrar þjóðir í þrælkun. Þeir gengu í þágu þeirra, sem myrtu verkamenn á götum úti í Berlín 17. júní 1953. Þeir gengu í þágu þeirra, sem sendu skriðdrekana inn í Búdapest til þess að drepa saklaust fólk á götunum þar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem kæfðu Vorið í Prag í fæðingu. Þeir gengu í þágu þeirra, sem drápu 10 milljónir manna í Úkraínu með hungursneyð af manna völdum. Þetta voru hugsjónir herstöðvaandstæðinga. Svona þjóðfélag vildu þeir skapa á Íslandi. Þeir vildu koma Íslandi undir hæl kommúnismans. Minning Samtaka herstöðvaandstæðinga verður ekki í heiðri höfð. Bandaríska varnarliðið var á Íslandi í 55 ár. Það fór að eigin ósk.

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …