BREYTA

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart sem hafa verið virkir í andófi gegn herstöðvum, styrjöldum og heimsvaldastefnu undanfarna áratugi. Á árunum kringum og upp úr 1970 gerðu margir virkir herstöðvaandstæðingar, andófsmenn og róttækir vinstri menn - og þurftu kannski ekki að vera svo mjög róttækir - ráð fyrir að fylgst væri með þeim. Sumir töldu þetta þó bera vott um vænisýki eða jafnvel mont, það væri nú langur vegur frá einhverjum mótmælaaðgerðum gegn Víetnamstríðinu hér á Íslandi til frelsisbaráttu upp á líf og dauða í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu eða herforingjaríkjum Rómönsku-Ameríku. Menn höfðu svo sem ekki mikið fyrir sér í því að fylgst væri með þeim, sumir þóttust stundum heyra dularfullt klikk í símanum þegar hringt var og oft var einhver frakkaklæddur maður að taka myndir þegar efnt var til mótmælaaðgerða. Það voru samt gerðar svolitlar tilraunir, menn hringdu sín á milli úr símum sem mátti ætla að væru hleraðir og töluðu um fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir einhversstaðar, sem var bara uppspuni, og fylgdust síðan með hvort lögreglan birtist. Og það gerðist. Þannig er það, sem nú er að koma fram, staðfesting á því sem marga grunaði, en eigi að síður nokkur tíðindi og í sjálfu sér alvarlegt að hér hafi stjórnvöld rekið starfsemi á laun og utan við lög og reglur til að njósna um borgarana. Hitt er þó öllu alvarlegra hér og nú að þeim, sem fyrir þessum njósnum urðu, er meinað að fá skjalfestar upplýsingar um þær. Sú starfsemi, sem nú er verið að afhjúpa, fór aðallega fram á þeim tíma sem kommúnistagrýlan óð uppi og mikið var hneykslast á persónunjósnum í kommúnistaríkjunum. Að umfangi voru persónunjósnir hér kannski ekki verulegar miðað við það sem STASI var að gera í Austur-Þýskalandi, en það er dálítið kaldhæðnislegt að stjórnvöld á Íslandi skuli nú fara að dæmi þáverandi stjórnvalda í Austur-Þýskalandi þegar menn fara fram á að sjá skjöl sem þá varðar. Eftir fall kommúsistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi opnuðust skjalageymslur STASI. Kannski hér þurfi að steypa ríkisstjórninni til að skjöl íslensku leyniþjónustunnar verði opnuð - það er að segja þau sem ekki voru brennd. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …