BREYTA

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart sem hafa verið virkir í andófi gegn herstöðvum, styrjöldum og heimsvaldastefnu undanfarna áratugi. Á árunum kringum og upp úr 1970 gerðu margir virkir herstöðvaandstæðingar, andófsmenn og róttækir vinstri menn - og þurftu kannski ekki að vera svo mjög róttækir - ráð fyrir að fylgst væri með þeim. Sumir töldu þetta þó bera vott um vænisýki eða jafnvel mont, það væri nú langur vegur frá einhverjum mótmælaaðgerðum gegn Víetnamstríðinu hér á Íslandi til frelsisbaráttu upp á líf og dauða í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu eða herforingjaríkjum Rómönsku-Ameríku. Menn höfðu svo sem ekki mikið fyrir sér í því að fylgst væri með þeim, sumir þóttust stundum heyra dularfullt klikk í símanum þegar hringt var og oft var einhver frakkaklæddur maður að taka myndir þegar efnt var til mótmælaaðgerða. Það voru samt gerðar svolitlar tilraunir, menn hringdu sín á milli úr símum sem mátti ætla að væru hleraðir og töluðu um fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir einhversstaðar, sem var bara uppspuni, og fylgdust síðan með hvort lögreglan birtist. Og það gerðist. Þannig er það, sem nú er að koma fram, staðfesting á því sem marga grunaði, en eigi að síður nokkur tíðindi og í sjálfu sér alvarlegt að hér hafi stjórnvöld rekið starfsemi á laun og utan við lög og reglur til að njósna um borgarana. Hitt er þó öllu alvarlegra hér og nú að þeim, sem fyrir þessum njósnum urðu, er meinað að fá skjalfestar upplýsingar um þær. Sú starfsemi, sem nú er verið að afhjúpa, fór aðallega fram á þeim tíma sem kommúnistagrýlan óð uppi og mikið var hneykslast á persónunjósnum í kommúnistaríkjunum. Að umfangi voru persónunjósnir hér kannski ekki verulegar miðað við það sem STASI var að gera í Austur-Þýskalandi, en það er dálítið kaldhæðnislegt að stjórnvöld á Íslandi skuli nú fara að dæmi þáverandi stjórnvalda í Austur-Þýskalandi þegar menn fara fram á að sjá skjöl sem þá varðar. Eftir fall kommúsistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi opnuðust skjalageymslur STASI. Kannski hér þurfi að steypa ríkisstjórninni til að skjöl íslensku leyniþjónustunnar verði opnuð - það er að segja þau sem ekki voru brennd. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …