BREYTA

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart sem hafa verið virkir í andófi gegn herstöðvum, styrjöldum og heimsvaldastefnu undanfarna áratugi. Á árunum kringum og upp úr 1970 gerðu margir virkir herstöðvaandstæðingar, andófsmenn og róttækir vinstri menn - og þurftu kannski ekki að vera svo mjög róttækir - ráð fyrir að fylgst væri með þeim. Sumir töldu þetta þó bera vott um vænisýki eða jafnvel mont, það væri nú langur vegur frá einhverjum mótmælaaðgerðum gegn Víetnamstríðinu hér á Íslandi til frelsisbaráttu upp á líf og dauða í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu eða herforingjaríkjum Rómönsku-Ameríku. Menn höfðu svo sem ekki mikið fyrir sér í því að fylgst væri með þeim, sumir þóttust stundum heyra dularfullt klikk í símanum þegar hringt var og oft var einhver frakkaklæddur maður að taka myndir þegar efnt var til mótmælaaðgerða. Það voru samt gerðar svolitlar tilraunir, menn hringdu sín á milli úr símum sem mátti ætla að væru hleraðir og töluðu um fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir einhversstaðar, sem var bara uppspuni, og fylgdust síðan með hvort lögreglan birtist. Og það gerðist. Þannig er það, sem nú er að koma fram, staðfesting á því sem marga grunaði, en eigi að síður nokkur tíðindi og í sjálfu sér alvarlegt að hér hafi stjórnvöld rekið starfsemi á laun og utan við lög og reglur til að njósna um borgarana. Hitt er þó öllu alvarlegra hér og nú að þeim, sem fyrir þessum njósnum urðu, er meinað að fá skjalfestar upplýsingar um þær. Sú starfsemi, sem nú er verið að afhjúpa, fór aðallega fram á þeim tíma sem kommúnistagrýlan óð uppi og mikið var hneykslast á persónunjósnum í kommúnistaríkjunum. Að umfangi voru persónunjósnir hér kannski ekki verulegar miðað við það sem STASI var að gera í Austur-Þýskalandi, en það er dálítið kaldhæðnislegt að stjórnvöld á Íslandi skuli nú fara að dæmi þáverandi stjórnvalda í Austur-Þýskalandi þegar menn fara fram á að sjá skjöl sem þá varðar. Eftir fall kommúsistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi opnuðust skjalageymslur STASI. Kannski hér þurfi að steypa ríkisstjórninni til að skjöl íslensku leyniþjónustunnar verði opnuð - það er að segja þau sem ekki voru brennd. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …