BREYTA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu og öllum tilraunum til að kúga þjóðir með hervaldi. Þátttaka Íslendinga í hernaði, hverju nafni sem hann nefnist, má aldrei líðast. Jafnframt hafna samtökin aðild að hvers konar samtökum og bandalögum sem stofnuð eru til að leysa ágreiningsmál með beitingu hervalds. Sérstaklega viðsjárverð eru bandalög sem grundvallast á uppsetningu og notkun kjarnorkuvopna, eins og Atlantshafsbandalagið. Þess vegna er barátta gegn Atlantshafsbandalaginu eitt af grundvallarmarkmiðum Samtaka hernaðarandstæðinga. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér gegn öllu hernaðarsamstarfi við önnur ríki og ekki síst hernaðarsamstarfi við stórveldi sem eiga frumkvæði að vígbúnaðarkapphlaupi, uppsetningu, notkun og hópun um beitingu kjarnorkuvopna á eigin landi og í öðrum löndum. Samtök hernaðarandstæðinga leggja áherslu á alþjóðlegt friðarstarf og baráttu gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og tilraunum með gereyðingarvopn. Markmið okkar er alþjóðlegt bann á smíði, uppsetningu og beitingu slíkra vopna. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn alþjóðlegri vopnasölu og benda á hræðilegar afleiðingar sem hafa hlotist af vígbúnaði og beitingu vopna um allan heim. Einnig hefur alþjóðleg vopnasala þau áhrif að miklir fjármunir flytjast frá þróunarlöndum til fáeinna ríkra landa. Því berjast Samtök hernaðarandstæðinga fyrir alþjóðlegu banni á vopnasölu. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér fyrir uppsögn svo kallaðs „varnarsamnings“ við Bandaríkin og gerum lokun bandarískra herstöðva á Íslandi að meginkröfu. Vera hersins hér á landi felur í sér skerðingu á sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Stórveldi sem hikar ekki við að beita ofbeldi til lausnar alþjóðlegum deilum og virðir ekki alþjóðalög um stríðsrekstur er ekki geðfelldur bandamaður. Samtök hernaðarandstæðinga vara við áhrifum sem návist íslensks og erlends hers hefur á íslenskt samfélag, aukna vígvæðingu og vopnaburð, upphafning ofbeldis og ógnanir í garð almennra borgara. Við leggjumst gegn því að dýrmætum fjármunum skattgreiðenda, innlendra sem erlendra, sé varið til hernaðarstarfsemi. Samtök hernaðarandstæðinga vilja halda uppi fræðslu um vígbúnað og friðarstarf og afla upplýsinga um efnahagslega og pólitíska hagsmuni sem tengjast hernaði. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn allri leynd og brotum á lýðræðislegri upplýsingaskyldu sem framin eru í nafni „öryggishagsmuna þjóðarinnar“. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að ákvarðanataka um öryggismál Íslendinga sé ávallt gagnsæ og mótist af lýðræðislegum meirihlutavilja, en þó þannig að friðarsjónarmið séu jafnan í öndvegi. Markmið samtakanna eru: * Að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. * Að berjast gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi. * Að Ísland segi upp aðildinni að NATO og standi utan hernaðarbandalaga. * Að Ísland segi upp hernaðarsamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku og leyfi engar herstöðvar á Íslandi. * Að sameina alla sem vilja vinna að þessum markmiðum til baráttu fyrir þeim.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …