BREYTA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu og öllum tilraunum til að kúga þjóðir með hervaldi. Þátttaka Íslendinga í hernaði, hverju nafni sem hann nefnist, má aldrei líðast. Jafnframt hafna samtökin aðild að hvers konar samtökum og bandalögum sem stofnuð eru til að leysa ágreiningsmál með beitingu hervalds. Sérstaklega viðsjárverð eru bandalög sem grundvallast á uppsetningu og notkun kjarnorkuvopna, eins og Atlantshafsbandalagið. Þess vegna er barátta gegn Atlantshafsbandalaginu eitt af grundvallarmarkmiðum Samtaka hernaðarandstæðinga. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér gegn öllu hernaðarsamstarfi við önnur ríki og ekki síst hernaðarsamstarfi við stórveldi sem eiga frumkvæði að vígbúnaðarkapphlaupi, uppsetningu, notkun og hópun um beitingu kjarnorkuvopna á eigin landi og í öðrum löndum. Samtök hernaðarandstæðinga leggja áherslu á alþjóðlegt friðarstarf og baráttu gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og tilraunum með gereyðingarvopn. Markmið okkar er alþjóðlegt bann á smíði, uppsetningu og beitingu slíkra vopna. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn alþjóðlegri vopnasölu og benda á hræðilegar afleiðingar sem hafa hlotist af vígbúnaði og beitingu vopna um allan heim. Einnig hefur alþjóðleg vopnasala þau áhrif að miklir fjármunir flytjast frá þróunarlöndum til fáeinna ríkra landa. Því berjast Samtök hernaðarandstæðinga fyrir alþjóðlegu banni á vopnasölu. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér fyrir uppsögn svo kallaðs „varnarsamnings“ við Bandaríkin og gerum lokun bandarískra herstöðva á Íslandi að meginkröfu. Vera hersins hér á landi felur í sér skerðingu á sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Stórveldi sem hikar ekki við að beita ofbeldi til lausnar alþjóðlegum deilum og virðir ekki alþjóðalög um stríðsrekstur er ekki geðfelldur bandamaður. Samtök hernaðarandstæðinga vara við áhrifum sem návist íslensks og erlends hers hefur á íslenskt samfélag, aukna vígvæðingu og vopnaburð, upphafning ofbeldis og ógnanir í garð almennra borgara. Við leggjumst gegn því að dýrmætum fjármunum skattgreiðenda, innlendra sem erlendra, sé varið til hernaðarstarfsemi. Samtök hernaðarandstæðinga vilja halda uppi fræðslu um vígbúnað og friðarstarf og afla upplýsinga um efnahagslega og pólitíska hagsmuni sem tengjast hernaði. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn allri leynd og brotum á lýðræðislegri upplýsingaskyldu sem framin eru í nafni „öryggishagsmuna þjóðarinnar“. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að ákvarðanataka um öryggismál Íslendinga sé ávallt gagnsæ og mótist af lýðræðislegum meirihlutavilja, en þó þannig að friðarsjónarmið séu jafnan í öndvegi. Markmið samtakanna eru: * Að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. * Að berjast gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi. * Að Ísland segi upp aðildinni að NATO og standi utan hernaðarbandalaga. * Að Ísland segi upp hernaðarsamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku og leyfi engar herstöðvar á Íslandi. * Að sameina alla sem vilja vinna að þessum markmiðum til baráttu fyrir þeim.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.