BREYTA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu og öllum tilraunum til að kúga þjóðir með hervaldi. Þátttaka Íslendinga í hernaði, hverju nafni sem hann nefnist, má aldrei líðast. Jafnframt hafna samtökin aðild að hvers konar samtökum og bandalögum sem stofnuð eru til að leysa ágreiningsmál með beitingu hervalds. Sérstaklega viðsjárverð eru bandalög sem grundvallast á uppsetningu og notkun kjarnorkuvopna, eins og Atlantshafsbandalagið. Þess vegna er barátta gegn Atlantshafsbandalaginu eitt af grundvallarmarkmiðum Samtaka hernaðarandstæðinga. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér gegn öllu hernaðarsamstarfi við önnur ríki og ekki síst hernaðarsamstarfi við stórveldi sem eiga frumkvæði að vígbúnaðarkapphlaupi, uppsetningu, notkun og hópun um beitingu kjarnorkuvopna á eigin landi og í öðrum löndum. Samtök hernaðarandstæðinga leggja áherslu á alþjóðlegt friðarstarf og baráttu gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og tilraunum með gereyðingarvopn. Markmið okkar er alþjóðlegt bann á smíði, uppsetningu og beitingu slíkra vopna. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn alþjóðlegri vopnasölu og benda á hræðilegar afleiðingar sem hafa hlotist af vígbúnaði og beitingu vopna um allan heim. Einnig hefur alþjóðleg vopnasala þau áhrif að miklir fjármunir flytjast frá þróunarlöndum til fáeinna ríkra landa. Því berjast Samtök hernaðarandstæðinga fyrir alþjóðlegu banni á vopnasölu. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér fyrir uppsögn svo kallaðs „varnarsamnings“ við Bandaríkin og gerum lokun bandarískra herstöðva á Íslandi að meginkröfu. Vera hersins hér á landi felur í sér skerðingu á sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Stórveldi sem hikar ekki við að beita ofbeldi til lausnar alþjóðlegum deilum og virðir ekki alþjóðalög um stríðsrekstur er ekki geðfelldur bandamaður. Samtök hernaðarandstæðinga vara við áhrifum sem návist íslensks og erlends hers hefur á íslenskt samfélag, aukna vígvæðingu og vopnaburð, upphafning ofbeldis og ógnanir í garð almennra borgara. Við leggjumst gegn því að dýrmætum fjármunum skattgreiðenda, innlendra sem erlendra, sé varið til hernaðarstarfsemi. Samtök hernaðarandstæðinga vilja halda uppi fræðslu um vígbúnað og friðarstarf og afla upplýsinga um efnahagslega og pólitíska hagsmuni sem tengjast hernaði. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn allri leynd og brotum á lýðræðislegri upplýsingaskyldu sem framin eru í nafni „öryggishagsmuna þjóðarinnar“. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að ákvarðanataka um öryggismál Íslendinga sé ávallt gagnsæ og mótist af lýðræðislegum meirihlutavilja, en þó þannig að friðarsjónarmið séu jafnan í öndvegi. Markmið samtakanna eru: * Að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. * Að berjast gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi. * Að Ísland segi upp aðildinni að NATO og standi utan hernaðarbandalaga. * Að Ísland segi upp hernaðarsamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku og leyfi engar herstöðvar á Íslandi. * Að sameina alla sem vilja vinna að þessum markmiðum til baráttu fyrir þeim.

Færslur

SHA_forsida_top

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

Nú munu vera um 50 þúsund hermenn í bandarískum herstöðvum í Japan. Flestir þeirra eru …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá

Menningardagskrá

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá sunnudag

Menningardagskrá sunnudag

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17 í …

SHA_forsida_top

30. mars-samkoma SHA

30. mars-samkoma SHA

Samkoma í Friðarhúsi í skugga minningarinnar um NATO-inngönguna 1949.

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

18. mars: Stöðvum stríðið í Írak! Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir verða helgina 18.-19. mars í tilefni …

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöðin Ísland

Friðarmiðstöðin Ísland

Þessi grein var send Fréttablaðinu til birtingar í byrjun febrúar þegar viðræður um framtíð …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríði 18. mars n.k. undirbúnar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Opinn fundur í Friðarhúsinu miðvikudag 1. mars kl. 20 Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 25. febrúar 2006 Viðleitni Íransstjórnar til að auðga …

SHA_forsida_top

Troðfullt Friðarhús

Troðfullt Friðarhús

Óhætt er að segja að fjáröflunarmatarboðið í Friðarhúsi á Safnanótt hafi tekist framar vonum. Meira …

SHA_forsida_top

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Á haustþingi, þann 11. október, lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á …

SHA_forsida_top

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar.