BREYTA

Stóri sannleikur varnarmálanna

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 20. desember, en var send Morgunblaðinu til birtingar í lok nóvember þar sem hún hefur ekki birst enn. Rúmt ár er liðið síðan síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Ísland og hátt á annað ár síðan Bandaríkjastjórn tilkynnti að herstöðin yrði lögð niður. Þessi ákvörðun tengdist breytingum í alþjóðamálum á undanförnum hálfum öðrum áratug, breyttum áherslum bandarískra stjórnvalda og endurskipulagningu herstöðvakerfis þeirra. Jafnframt hafa orðið breytingar á skipulagi og starfsemi NATO og jafnvel eðli þess. Allt þetta kallar að sjálfsögðu á endurmat á stöðu Íslands og afstöðu Íslendinga til þessara mála, endurmat sem hlýtur að vera bæði pólitískt og tæknilegt, ef svo má segja. Íslensk stjórnvöld virðast hinsvegar líta svo á að þetta kalli einungis á einhverskonar tæknilega aðlögun. Eiginlega hafi þessar breytingar fært þennan málaflokk af hinu pólitíska sviði eða gefi í það minnsta færi á því. Í munnlegri skýrslu sinni til Alþingis 8. nóv. sl. talaði utanríkisráðherra um mikilvægi þess að „leitast við að byggja upp sammæli Íslendinga um grunnatriði utanríkisstefnunnar ólíkt því sem einkenndi 20. öldina oft og tíðum og það stjórnmálaandrúmsloft sem þá var ríkjandi“. Í því skyni hafi verið efnt til opinna funda í háskólunum um erindi Íslands á alþjóðavettvangi. Það er auðvitað ágætt. En í fyrrahaust boðaði þáverandi ríkisstjórn að sett yrði upp öryggismálanefnd með aðkomu allra stjórnmálaflokka á þinginu og núverandi ríkisstjórn ítrekaði það í stjórnarsáttmála. Þeirri nefnd hefur þó ekki verið komið á fót. Hinsvegar kynnti ráðherra það í ræðu sinni að hún hefði skipað starfshóp til að vinna hættumat fyrir Ísland, enda væri það undirstaða haldgóðrar varnarstefnu Íslands til framtíðar. Miðað við allt sem gerst hefur á þessu rúma ári síðan bandaríski herinn fór er það skrítið að ekki skuli enn hafa náðst að skipa umrædda öryggisnefnd stjórnmálaflokkanna og bendir kannski til að það „sammæli“ sem ráðherrann talar um eigi einfaldlega að byggjast á sameiginlegu gagnrýnisleysi núverandi stjórnarflokka gagnvart NATO og þeirri skoðun þeirra að það sé óumbreytanlegt að utanríkisstefna Íslands byggist á aðildinni að NATO og nánu samstarfi við Bandaríkin. Í erindi sínu á fundi Varðbergs og SVS 27. nóv. sagði ráðherrann stjórnvöld fylgja mati NATO á nauðsyn íslensks loftvarnarkerfis og reglulegs eftirlits flugvéla bandalagsríkja og að slíku samstarfi væri ekki ætlað að leysa af hólmi varnarsamstarf við Bandaríkin (Fréttablaðið 28. nóv.). Það er eins og reynt sé að koma þeirri hugmynd inn hjá þjóðinni að sá ágreiningur, sem var um utanríkismál eða svokölluð varnarmál á tímum kalda stríðsins, eigi sér ekki lengur neinn grundvöll, hann hafi bara snúist um afstöðuna til Bandaríkjanna eða Sovétríkjanna. Með upplausn Sovétríkjanna og lokum kalda stríðsins stafi hverskyns ágreiningur bara af misskilningi og kreddufestu. Nú snerist ágreiningur á þessu sviði aldrei nema að hluta um afstöðuna til Sovétríkjanna og æ minna sem á leið. Mér finnst ótrúlegt ef utanríkisráðherra gerir sér ekki grein fyrir því þótt það komi forsætisráðherra kannski á óvart. Ágreiningurinn snerist miklu fremur um afstöðuna til heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, eðlis og hlutverks NATO og svo almennt um afstöðuna til hervalds, hernaðarhyggju, kjarnorkuvopna o.s.frv. Upplausn Sovétríkjanna breyta engu um það né heldur endalok kalda stríðsins. Reyndar hafa þessi tímamót miklu frekar afhjúpað heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og eðli og hlutverk NATO, sem þó var alltaf augljóst hverjum sem vildi sjá. Það er dapurlegt að sumir, sem þá höfðu augun opin, hafa nú lokað þeim. Eini skoðanamunur utanríkisráðherra og forsætisráðherra virðist vera að hinn fyrrnefndi hefur heldur meiri ímugust á Bush og stjórn hans, sem sé undantekning á lýðræðis- og frelsisbraut Bandaríkjanna, og er þá gleymt Víetnamstríðið og framganga Bandaríkjanna seint á síðustu öld í Mið-Ameríku og raunar svo víða að of langt er upp að telja. NATO hefur vissulega breyst, en ekki til batnaðar eins og utanríkisráðherra virðist telja. Nú skilgreinir NATO sig „ekki lengur sem varnarbandalag heldur fremur sem öryggisbandalag,“ segir ráðherrann í skýrslu sinni. „Upprunalegt landvarnarhlutverk er enn til staðar en í hnattvæddum heimi hefur áhersla bandalagsins færst á hinar nýju hnattvæddu ógnir.“ Þessar ógnir séu t.d. útbreiðsla kjarnorkuvopna, alþjóðleg glæpastarfsemi, neikvæðar afleiðingar loftslagsbreytinga, fátækt og örbirgð og hryðjuverk. Um þetta mætti hafa mörg orð og fleiri en hér rúmast. Má þó minna á að Bandaríkin og NATO hafa oft verið heldur treg í taumi varðandi kjarnorkuafvopnun og aðildin að NATO hefur verið sögð ósamrýmanleg yfirlýsingu um kjarnorkuvopnaleysi Íslands. Þá má spyrja hvort flug orrustuþotna eigi að sporna við afleiðingum loftlagsbreytinga eða vígbúnaður Bandaríkjanna og NATO eigi að draga úr fátækt. Þetta er, segir ráðherrann, til marks um að „öryggishlutverkið sjálft er gjörbreytt“. Hér fylgir ráðherrann reyndar línu Bush þar sem öllu er hrært saman til að undirbyggja enn frekari vígvæðingu og skerðingu borgaralegra réttinda. Vonandi sammælast menn seint um það.

Færslur

SHA_forsida_top

Fótbolti í friðarhúsi

Fótbolti í friðarhúsi

HM í knattspyrnu stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að allir leikir keppninnar frá …

SHA_forsida_top

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á …

SHA_forsida_top

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagskráin á 1.maí

Dagskráin á 1.maí

Fyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið …

SHA_forsida_top

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1.maí.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA_forsida_top

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA, 1.maí.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjallar um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni heima - heiman …

SHA_forsida_top

Athyglisverð könnun

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

SHA_forsida_top

Ólýsanleg grimmd

Ólýsanleg grimmd

Upptakan af drápum bandaríska hersins á íröskum borgurum sem birt var um helgina á uppljóstraravefnum …

SHA_forsida_top

Þétt dagskrá framundan

Þétt dagskrá framundan

Það er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með …