BREYTA

Stöðvið morðin núna

kana300706 Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið í Reykjavík 28. júlí 2006 Hverjir styðja tafarlaust vopnahlé í Miðausturlöndum? Það eru Sameinuðu þjóðirnar, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn, Grikkland, Jórdanía, Rússland, Saudi Arabía, Egyptaland, Kanada, Kýpur og mörg fleiri ríki – nú fyrir stundu bættist Ísland í þennan hóp. Það voru góð tíðindi. Hverjir eru á móti? Bandaríkin og Bretland. Ef stríð væri lausnin á vanda Miðausturlanda, ef stríð væri leiðin til friðar, hefðu menn unnið fyrir friði í þessum heimshluta, sem ætti að duga til enda veraldar. Þeir sem styðja stríð, telja sig tala af skynsemi, vera handhafa hennar. En það er ekki skynsemin sem stjórnar heldur kalt hjarta. Þeir telja sig vera fulltrúa yfirvegunar en eru í raun fulltrúar úrræðaleysis, kæruleysis, sinnuleysis; þeir eru fulltúar hroka og ofbeldis því þeir samþykkja morð með köldu blóði. Þeir samþykkja meiðingar, eyðingu, skelfingu og misþyrmingar. Af hverju? Jú, það er svo óraunsætt að stöðva ofbeldið. Skammtíma hryllingur, langtíma friður. En ég spyr, hver trúir þessu? Svona hafa allir harðstjórar heimsins talað, allir einræðisherrar, allir valdafíklar. Það er sársaukafullt núna, en síðan kemur framtíðarríkið, segja þeir, en það kemur aldrei. Það er kominn tími til að segja hlutina eins og þeir eru. Rætur vandans eru EKKI barátta gegn kúgun og ofbeldi. Rætur vandans eru EKKI sjálfsvörn fátæks fólks gegn ofbeldi hervalds og peninga. Rætur vandans eru sjálf kúgunin og ofbeldið, hervaldið og peningavaldið. Rætur vandans er að við í hinu svokallaða alþjóðasamfélagi erum ekki lengur á vaktinni. Við þurfum að knýja Ísrael til að fara að alþjóðalögum, við þurfum að knýja fram frið í Miðausturlöndum, þannig upprætum við vandann. Þannig rífum við illgresið upp með rótum. Við virðum og elskum gyðinga, en ekki Ísraelsríki eins og það hagar sér. Við virðum og elskum allt fólk en gjöldum varhug við öfgahyggju hvers konar, hvort sem hún á rætur í Ísrael, arabaríkjum eða Bandaríkjunum. Látum ekki valdahlutföll, herstyrk, peninga eða silkimjúkt tal um lýðræðisást villa okkur sýn. Það er almenningur, þeir sem mæta, þeir sem koma saman, þeir sem láta sig ranglætið varða, varðmenn lýðræðis og mannréttinda, sem nú verða að taka höndum saman. Við skulum muna hið fornkveðna. „Þegar ill öfl ná saman, þá þurfa góð öfl að sameinast, annars falla hinir góðu menn einn af öðrum, í tilgangslausri fórn, í vonlausri baráttu og án samúðar frá nokkrum manni.“ Þannig mæltist stjórnmálaskörungnum og heimspekingnum Edmund Burke, einhverju sinni, en hann sat á breska þinginu á 18. öld, og var í senn talsmaður mannréttinda og íhaldssamra gilda. Nú liggur mikið við. Það er undarlegt andrúmsloft í heimsmálum. Smámenni eru víða við völd, sem annað hvort styðja, eða sjá ekki við hinum illu öflum og telja að allt sé hægt að leysa með nógu mörgum sprengjum, nógu miklum misþyrmingum, nógu mörgum fótalausum börnum og nógu mikilli bjartsýni. Það er engin dómgreind starfandi í heila þessara manna. Bara hroki, hræðsla og heimska. Við stöndum fyrir framan bandaríska sendiráðið í Reykjavík. Hér innandyra sitja fulltrúar þess ríkis sem öllu ræður um framvinduna í Mið-austurlöndum. Þar er í stafni George Bush. Hann segir að enn sé ekki kominn tími til að Ísraelar stöðvi árásir á Líbanon. Og hann á stuðning í Blair hinum breska. Við erum komin langan veg frá því Eisenhower, þáverandi forseti Bandaríkjanna, flutti ávarp til bandarísku þjóðarinnar í Súez stríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Í ávarpi sínu fordæmdi Eisenhower ofbeldi. Hann sagði: „Í öllum þeim erfiðleikum sem steðjað hafa að Mið-austrinu hafa allar þjóðir orðið að sæta ranglæti. En ég er þeirrar sannfæringar, að tæki ranglætisins, sem stríð alltaf er, fái aldrei læknað það ranglæti.“ Þetta voru vitiborin orð úr munni Bandaríkjaforseta fyrir fimmtíu árum. Nú er öldin önnur. Árið 1956 voru það Bandaríkjamenn sem höfðu frumkvæði að því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var kallað saman í Súez deilunni, eftir að Bretar og Frakkar höfðu beitt neitunarvaldi í Öryggisráðinu. Allsherjarþingið samþykkti kröfu um að Bretar, Frakkar og Ísraelar héldu brott með heri sína frá Egyptalandi. Svo mikill varð þrýstingurinn þegar þorri ríkja heims reisti þessa kröfu að innrásinni var hætt og herirnir dregnir til baka. Nú þarf að reisa kröfu á hendur Ísraelum og bakhjarli þeirra, Bandaríkjunum: Stöðvið stríðsglæpina, stöðvið mannréttindabrotin. Heimurinn krefst þess að vopnin verði tekin af fólki, sem ekkert kann annað en að drepa hvert annað. Ísland á að krefjast þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman þegar í stað svo stöðva megi ofbeldið. Sýnum að okkur er alvara; að við viljum aðgerðir. Enga bið. Okkar krafa er: Stöðvið morðin núna. (Mynd: Frá fjöldamorðunum í Kana 30. júlí 2006 http://tyros.leb.net/qana2/index.html)

Færslur

SHA_forsida_top

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver …

SHA_forsida_top

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Afmælisdagskráin 16. maí

Afmælisdagskráin 16. maí

Dagskrá afmælishátíðar SHA í Iðnó miðvikudagskvöldið 16. maí er óðum að taka á sig mynd. …

SHA_forsida_top

40 ár fyrir friði

40 ár fyrir friði

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 9. Maí kl. 19 í Friðarhúsi. Þær Harpa Stefánsdóttir, formaður, …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2012

1. maí kaffi SHA 2012

Hið rómaða 1. maí kaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins og hefst …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. …

SHA_forsida_top

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

MFÍK og VÍK (VInáttufélag Íslands og Kúbu efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 18. …

SHA_forsida_top

30. mars í Friðarhúsi

30. mars í Friðarhúsi

30. mars er mikilvæg dagsetning í sögu íslenskrar friðarbaráttu, en þann dag var aðild Íslands …

SHA_forsida_top

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. …

SHA_forsida_top

8. mars

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti- Vorið kallar Iðnó, kl. 17-18:30 Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Fastir miðnefndarfundir Samtaka hernaðarandstæðinga eru fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30 í Friðarhúsi. Minnt er …

SHA_forsida_top

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu …

SHA_forsida_top

Stærstu málaliðaherir heims

Stærstu málaliðaherir heims

Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business …