BREYTA

Stöðvum hernám Íraks!

End the occupation Ákall um andóf gegn hernámi Íraks Nýlega sendi hópur fólks frá 16 löndum frá sér ákall til umheimsins um andóf gegn hernámi Íraks. Í þessum hópi eru allmargir prestar og leiðtogar ýmissa trúarsafnaða, þar á meðal þrír kristnir biskupar, rithöfundar og blaðamenn og þrír nóbelsverðlaunahafar auk tveggja mæðra bandarískra hermanna sem hafa fallið í Írak. Meðal þeirra eru, svo fáein nöfn séu nefnd, séra Ernesto Cardenal, skáld og fyrrum menntamálaráðherra Nicaragua, Argentínumaðurinn Adolfo Perez Esquivel, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1980, Harold Pinter, sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 2005 og Cindy Sheehan, sem hefur orðið víðkunn fyrir hetjulega baráttu gegn stríðinu og hernáminu í Írak eftir að sonur hennar, hermaður í liði Bandaríkjanna, féll þar. Hópurinn leggur til að skipulagðir verði á þessu ári fjórir alþjóðlegir dagar borgaralegrar friðsamlegrar óhlýðni til að binda endi á hernám Íraks. Fyrsti dagurinn yrði 19.-20. mars, þegar þrjú ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Annar dagurinn yrði 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Lagt er til að þann dag verði lögð áhersla á áhrif stríðs á hina snauðu og verkalýðsstéttina. Þriðji dagurinn yrði 9. ágúst, þegar 61 ár er liðið frá því bandarísk stjórnvöld létu varpa kjarnorkusprengju á Nagasakí. Þá verði krafist útrýmingar kjarnorkuvopna og jafnframt að endir verði bundinn á yfirgang Bandaríkjanna í Írak. Fjórði dagurinn yrði 11. september, þegar fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum. Þá verði þess ofbeldisverks minnst og jafnframt fordæmd þau hryðjuverk sem Bandaríkjastjórn fremur gegn Írak undir yfirskini „stríðs gegn hryðjuverkum“. Ef nauðsyn krefur mætti stefna að fimmta baráttudeginum, sem gæti verið 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Í yfirlýsingu hópsins segir: „Við undirrituð bjóðum friðarsinnum um allan heim að taka þátt í alþjóðlegum friðsamlegum andófsaðgerðum til að binda endi á hernám Íraks sem Bandaríkin standa fyrir. Þessar aðgerðir mætti skipuleggja jafnt sem friðsamlega borgarlega óhlýðni eða sem löglega fjöldafundi. Dráp tugþúsunda borgara, limlesting kannski meira en 100 þúsund manna, pyndingar og morð á föngum í haldi bandarískra stjórnvalda – þessar og fleiri staðreyndir eru vitnisburður um þau ríkisreknu hryðjuverk sem framin eru gagnvart íbúum Íraks. Samtímis syrgjum við meira en 2300 hermenn „bandalagsherjanna“ og fordæmum jafnframt lygarnar (gereyðingarvopnin, tengslin milli Saddams Hussein og Al Qaeda) sem notað voru til að réttlæta innrásina.“ Hópurinn bendir á ýmsar leiðir til aðgerða: Hópur fólks gæti sest niður við innganginn að skrifstofum, sendiráðum eða herstöðvum á vegum bandarískra og breskra stjórnvalda og neitað að færa sig. Hópurinn gæti krafist fundar með sendiherranum eða yfirmanni herstöðvar eða beðið eftir yfirlýsingu frá Washington eða Lundúnum. Einnig væri hægt að leggjast niður og leika fórnarlömb styrjalda. Þetta mætti gera þannig að lögreglan stæði frammi fyrir því að þurfa að bera fólkið burtu eða það yrði jafnvel handtekið. Hópurinn hvetur fólk til að upphugsa fleiri leiðir til aðgerða. Hvatt er til að þetta sé gert í samhengi við löglega fjöldafundi og þess gætt að fjölmiðlar séu upplýstir um aðgerðirnar. Hópurinn vonast til að boðskapur hans berist sem víðast og aðgerðir verði víðsvegar um heiminn þessa daga. Jafnframt óskar hann eftir að fá upplýsingar um aðgerðir. Meginkarfan er: Stöðvum hernám Íraks! Nánari upplýsingar má fá á vefsíðunni www.aglobalcall.org

Færslur

SHA_forsida_top

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 31. október n.k. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Gestakokkur kvöldsins er friðardúfan, Mosfellingurinn og spurningakeppnisforkólfurinn …

SHA_forsida_top

Ameríka hér og þar

Ameríka hér og þar

Fimmtudagskvöldið 23. október munu MFÍK og SHA standa sameiginlega fyrir fundi í Friðarhúsi. Sólveig Anna …

SHA_forsida_top

Hervædd viðbrögð við ebólu

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar …

SHA_forsida_top

Dirty Wars á mánudagskvöld

Dirty Wars á mánudagskvöld

Heimildarmyndin Dirty Wars hefur vakið verðskuldaða athygli, en í henni er athyglinni beint að stríðsrekstri …

SHA_forsida_top

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Sem fyrr er ætlunin …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa …

SHA_forsida_top

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa sögulegu samantekt á málefnum Úkraínu. …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja á menningarnótt

Skiltasmiðja á menningarnótt

Samtök hernaðarandstæðinga láta til sín taka á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst og bjóða upp á …

SHA_forsida_top

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir …

SHA_forsida_top

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum meðfylgjandi grein til birtingar: Michael Bociurkiw var annar af …

SHA_forsida_top

Myndin af Anders Fogh

Myndin af Anders Fogh

Birgitta Bergþóru- Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti í dag athygli á sérkennilegri mynd af Anders Fogh …

SHA_forsida_top

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst. Þegar …