BREYTA

Stöðvum hernám Íraks!

End the occupation Ákall um andóf gegn hernámi Íraks Nýlega sendi hópur fólks frá 16 löndum frá sér ákall til umheimsins um andóf gegn hernámi Íraks. Í þessum hópi eru allmargir prestar og leiðtogar ýmissa trúarsafnaða, þar á meðal þrír kristnir biskupar, rithöfundar og blaðamenn og þrír nóbelsverðlaunahafar auk tveggja mæðra bandarískra hermanna sem hafa fallið í Írak. Meðal þeirra eru, svo fáein nöfn séu nefnd, séra Ernesto Cardenal, skáld og fyrrum menntamálaráðherra Nicaragua, Argentínumaðurinn Adolfo Perez Esquivel, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1980, Harold Pinter, sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 2005 og Cindy Sheehan, sem hefur orðið víðkunn fyrir hetjulega baráttu gegn stríðinu og hernáminu í Írak eftir að sonur hennar, hermaður í liði Bandaríkjanna, féll þar. Hópurinn leggur til að skipulagðir verði á þessu ári fjórir alþjóðlegir dagar borgaralegrar friðsamlegrar óhlýðni til að binda endi á hernám Íraks. Fyrsti dagurinn yrði 19.-20. mars, þegar þrjú ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Annar dagurinn yrði 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Lagt er til að þann dag verði lögð áhersla á áhrif stríðs á hina snauðu og verkalýðsstéttina. Þriðji dagurinn yrði 9. ágúst, þegar 61 ár er liðið frá því bandarísk stjórnvöld létu varpa kjarnorkusprengju á Nagasakí. Þá verði krafist útrýmingar kjarnorkuvopna og jafnframt að endir verði bundinn á yfirgang Bandaríkjanna í Írak. Fjórði dagurinn yrði 11. september, þegar fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum. Þá verði þess ofbeldisverks minnst og jafnframt fordæmd þau hryðjuverk sem Bandaríkjastjórn fremur gegn Írak undir yfirskini „stríðs gegn hryðjuverkum“. Ef nauðsyn krefur mætti stefna að fimmta baráttudeginum, sem gæti verið 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Í yfirlýsingu hópsins segir: „Við undirrituð bjóðum friðarsinnum um allan heim að taka þátt í alþjóðlegum friðsamlegum andófsaðgerðum til að binda endi á hernám Íraks sem Bandaríkin standa fyrir. Þessar aðgerðir mætti skipuleggja jafnt sem friðsamlega borgarlega óhlýðni eða sem löglega fjöldafundi. Dráp tugþúsunda borgara, limlesting kannski meira en 100 þúsund manna, pyndingar og morð á föngum í haldi bandarískra stjórnvalda – þessar og fleiri staðreyndir eru vitnisburður um þau ríkisreknu hryðjuverk sem framin eru gagnvart íbúum Íraks. Samtímis syrgjum við meira en 2300 hermenn „bandalagsherjanna“ og fordæmum jafnframt lygarnar (gereyðingarvopnin, tengslin milli Saddams Hussein og Al Qaeda) sem notað voru til að réttlæta innrásina.“ Hópurinn bendir á ýmsar leiðir til aðgerða: Hópur fólks gæti sest niður við innganginn að skrifstofum, sendiráðum eða herstöðvum á vegum bandarískra og breskra stjórnvalda og neitað að færa sig. Hópurinn gæti krafist fundar með sendiherranum eða yfirmanni herstöðvar eða beðið eftir yfirlýsingu frá Washington eða Lundúnum. Einnig væri hægt að leggjast niður og leika fórnarlömb styrjalda. Þetta mætti gera þannig að lögreglan stæði frammi fyrir því að þurfa að bera fólkið burtu eða það yrði jafnvel handtekið. Hópurinn hvetur fólk til að upphugsa fleiri leiðir til aðgerða. Hvatt er til að þetta sé gert í samhengi við löglega fjöldafundi og þess gætt að fjölmiðlar séu upplýstir um aðgerðirnar. Hópurinn vonast til að boðskapur hans berist sem víðast og aðgerðir verði víðsvegar um heiminn þessa daga. Jafnframt óskar hann eftir að fá upplýsingar um aðgerðir. Meginkarfan er: Stöðvum hernám Íraks! Nánari upplýsingar má fá á vefsíðunni www.aglobalcall.org

Færslur

SHA_forsida_top

Evrópa án kjarnavopna

Evrópa án kjarnavopna

Undanfarið hafa borast fréttir af uppsetningu gagnflaugakerfis í Evrópu á vegum Bandaríkjanna. Þetta eru …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Ath. þessi áður auglýsti fundur fellur niður.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Borðhald hefst að venju …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Borðhald hefst að venju …

SHA_forsida_top

Ritstjórn Dagfara fundar

Ritstjórn Dagfara fundar

Fundur í ritstjórn Dagfara í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19. Fundurinn hefst …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna stendur fyrir sýningum á heimildarmyndum um anarkisma og róttæka þjóðfélagsbaráttu.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna stendur fyrir sýningum á heimildarmyndum um anarkisma og róttæka þjóðfélagsbaráttu.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna stendur fyrir sýningum á heimildarmyndum um anarkisma og róttæka þjóðfélagsbaráttu.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.