BREYTA

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar á óbreyttum borgurum, er ekki hægt að réttlæta. Sem eðlilegt er fylltumst við óhug þegar fréttirnar bárust frá Lundúnum í morgun. Þegar þetta er skrifað síðla dags má lesa í vefútgáfum fjölmiðlanna að 33 manns séu látnir og hátt í þrjuhundruð manns særðir, margir alvarlega. Okkur verður hugsað til þessa fólks og til aðstandenda þess og við höfum áhyggjur af Íslendingum sem er búsettir eða á ferð í Lundúnum. Þetta eru eðlileg viðbrögð og þetta eru góð viðbrögð. Okkur stendur ekki á sama. Í vefútgáfu Morgunblaðsins í morgun er lítil frétt tímasett klukkan 10.39: „Lögregla hóf skothríð á um 1.000 mótmælendur í borginni Tíkrit, heimaborg Saddams, í Írak í dag. Fólkið mótmælti drápi á einum af helstu embættismönnum borgarráðsins, að sögn yfirvalda. Að minnsta kosti fjórir menn særðust.“ Flesta daga berast fréttir af sprengjutilræðum í Írak, 10-30 manns farast, og við tökum varla eftir því. Okkur finnst tíðindalaust af austurvígstöðvunum meðan ekki berast aðrar fréttir. Samkvæmt Iraq Body Count hafa að minnsta kosti 25 þúsund manns, sennilega miklu fleiri, látið lífið í Írak síðan George Bush og Tony Blair fyrirskipuðu innrás þar fyrir rúmum tveimur á árum með fulltingi Halldórs Ásgrímssonar og annarra peða í heimsvaldaskákinni. Þessir herramenn geta ekki firrt sig ábyrgð á hryðjuverkum eins og þeim sem framin voru í Lundúnum í morgun. Ofbeldi kallar á ofbeldi. Þeir voru varaðir við því að innrásin í Írak yrði upphafið að langvarandi átökum og miklu blóðbaði og mundi kalla á hryðjuverk. En í hroka sínum hlustuðu þeir ekki á varnaðarorðin. Þeir tóku ekki mark á stjórnmálamönnum, fræðimönnum, talsmönnum mannúðarsamtaka og milljónum manna sem fóru út á göturnar um allan heim veturinn 2002 til 2003 til að mótmæla fyrirhugaðri innrás. Þessir menn koma ekki lengur saman nema í víggirtum köstulum meðan þúsundir lögreglumanna eru kallaðir út til að hafa hemil á tugþúsundum mótmælenda. Yfirgnæfandi meirihluti þessara mótmælenda er friðsamt fólk sem vill mótmæla því óréttlæti sem auðvald og heimsvaldastefna veldur um allan heim. Þetta er fólk sem ekki lætur sér á sama standa. Meðan valdamennirnir sitja á rökstólum í víggirtum köstulum verður almenningur fyrir barðinu á trufluðum hryðjuverkamönnum sem spanast upp af yfirgangi og hroka þessara valdamanna. Og þessir valdamenn reyna nú að tengja hryðjuverkin við þann almenning sem hefur lýst andúð sinni á athöfnum þeirra og stefnu á götum Edinborgar undanfarna daga. Því miður færa hryðjuverkamennirnir hinum vestrænu valdamönnum vopn í hendurnar, áróðursvopn og átyllu til að auka enn frekar eftirlit með almennum borgurum, skerða frelsi þeirra og herða stríðið gegn hryðjuverkum, stríð sem í raun er útþenslustríð, heimsvaldastríð og mun aldrei koma í veg fyrir hryðjuverk. Þvert á móti felst það sjálft í hryðjuverkum og mun kalla á enn meiri hryðjuverk og grafa enn frekar undan öryggi almennings. Hryðjuverk ber að fordæma, hvort sem þau er framin með ríkisreknum sprengjuflugvélum eða með sprengju sem laumað er um borð í neðanjarðarlestir og strætisvagna. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar …

SHA_forsida_top

Vestrænt siðferði í verki

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, …

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda …

SHA_forsida_top

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK

Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi. Listakokkurinn Ruby (Veróníka S.K. Palaniandy) mun sjá um matseldina ásamt …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útláni

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Þetta er fyrirsögn á fréttasíðum Textavarps Ríkisútvarpsins í …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2007

1. maí kaffi SHA 2007

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir …

SHA_forsida_top

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, er því að sjálfsögðu fylgjandi að …

SHA_forsida_top

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. …